Innlent

Leit að skip­verjanum lokið í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Leitinni er lokið í dag en framhald hennar verður ákveðið síðar.
Leitinni er lokið í dag en framhald hennar verður ákveðið síðar. Aðsend

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverjanum sem leitað hefur verið í Vopnafirði undanfarna daga er lokið í dag án árangurs. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að leitað hefur verið á mjög stóru svæði bæði á landi og á sjó í dag auk þess að flugdróni og þrívíddarskanni hefur verið notaður við leitina.

Leitað var í sjó og á landi.Aðsend

Framhald leitarinnar verður ákveðið síðar. Axel sem er átján ára gamall er talinn hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag.

Um 90 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í dag.Aðsend

Um 90 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í dag og komu frá björgunarsveitum allt frá Djúpavogi til Akureyrar.


Tengdar fréttir

Leit að skipverjanum frestað vegna veðurs

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×