Fótbolti

Willum bikarmeistari í Hvíta-Rússlandi eftir dramatík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Willum Þór Willumsson í leik með U21-landsliðinu.
Willum Þór Willumsson í leik með U21-landsliðinu. VÍSIR/BÁRA

Willum Þór Willumsson og félagar í BATE Borisov eru bikarmeistarar í Hvíta-Rússlandi eftir 1-0 sigur á Dynamo Brest í framlengdum leik.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma en Willum Þór byrjaði á bekknum. Hann kom inn á eftir hundrað mínútur en sigurmarkið kom í uppbótartíma er allt stefndi í vítaspyrnukeppni.

Zakhar Volkov skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu en þetta er í fjórða skiptið sem BATE verður bikarmeistari í Hvíta-Rússlandi. Þeir unnu síðast bikarinn tímabilið 2014/2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.