Fótbolti

Strákarnir hans Nagelsmann niðurlægðu Mainz

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nagelsmann á hliðarlínunni en hann er að gera góða hluti í Leipzig.
Nagelsmann á hliðarlínunni en hann er að gera góða hluti í Leipzig. vísir/getty

Leipzig komst aftur upp í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa niðurlægð Mainz á útivelli, 5-0, í 27. umferðinni en leikið var bak við luktar dyr í Mainz.

Timo Werner skoraði fyrsta markið á 11. mínútu og tólf mínútum síðar tvöfaldaði Daninn Yussuf Poulsen muninn. Marcel Sabitzer gerði þriðja markið níu mínútum fyrir hlé og staðan 3-0 í leikhlé.

Timo Werner var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark Leipzig á 48. mínútu en Werner innsiglaði svo þrennuna stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 5-0.

Leipzig er í 3. sæti deildarinnar með 54 stig en liðið er þremur stigum á eftir Dortmund í 2. sætinu. Mainz er í 15. sætinu, fjórum stigum frá umpilssæti um fall.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.