Landsmenn hamstra sem aldrei fyrr Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 23:15 Frystivara selst einna mest á óvissutímum sem þessum. Myndiner tekin í Bónus í Skeifunni í kvöld. Vísir/Sunna Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss man ekki eftir öðru eins ástandi í verslunum fyrirtækisins og nú ríkir en viðskiptavinir hafa hamstrað mat og aðrar vistir vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir mikilvægt að fólk haldi ró sinni, nóg sé til af mat í landinu. „Það eru ákveðnir vöruflokkar sem seljast meira en aðrir undir venjulegum kringumstæðum og fólk er að kaupa vörur með lengra geymsluþol, þurrvörur og frystivöru. En það er alveg óþarfi, fólk getur alveg haldið ró sinni. Það er nóg til af mat, við erum ekkert að óttast það,“ segir Guðmundur. Það sé óhjákvæmilegt að hillur tæmist en verslanir fái nýjar vörur á hverjum einasta degi. „Það hefur komið fyrir að ákveðnir vöruflokkar klárist þann daginn en svo er bara fyllt á aftur.“ Klósettpappírinn skammtaður í Costco í dag.Vísir Guðmundur segir að tekið hafi að bera á þessari breyttu kauphegðun landsmanna í beinu framhaldi af daglegum upplýsingafundum almannavarna vegna veirunnar í síðasta mánuði. „Þetta byrjaði með krafti þegar fundirnir byrjuðu. Síðan dró aðeins úr en síðustu daga hefur þetta aukist aftur.“ Fjallað var um tómar hillur og stórinnkaup á höfuðborgarsvæðinu þegar rauð veðurviðvörun tók þar gildi í fyrsta sinn nú í febrúar. Guðmundur man þó ekki til þess að fólk hamstri mat og vistir í þessum mæli í þetta langan tíma, líkt og nú. „Ég var framkvæmdastjóri líka þegar hrunið var en það var allt annað eðlis, þá var veruleg hætta á að greiðslumiðlun myndi liggja niðri og það væri ekki hægt að flytja inn vörur en það hefur ekkert borið á því enn þá. Og auðvitað getur komið vöruskortur í einhverja vöruflokkum en yfirleitt eru til staðgönguvörur í þeim flokkum. Ef eitt klárast þá tekur bara annað við.“ Kerrurnar fylltar.Vísir/Sunna Frá Bónus í Skeifunni í kvöld.Vísir/Sunna
Wuhan-veiran Neytendur Verslun Tengdar fréttir Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06 Átta smit til viðbótar í kvöld Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. 12. mars 2020 21:16 Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. 12. mars 2020 22:06
Áætlanir um samkomubann kynntar fljótlega Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. mars 2020 21:04
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir