Sóttvarnalæknir segir ekki rétt að ekkert sé gert hér vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 15:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Hann sagði umræðu um að hér hafi ekkert verið gert ekki sanngjarna gagnvart öllum þeim sem hafi unnið að verkefninu myrkranna á milli, en í þessu samhengi má benda á að rúmlega 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða. „Það hefur borið á því í fréttum kannski að mönnum finnst eins og ekkert sé verið að gera hér og það sé miklu meira verið að gera, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Ég vil neita því mjög staðfastlega. Það er búið að gera hér gríðarlega mikið og við erum búin að gera meira í því að rekja smit, hafa uppi á einstaklingum, setja einstaklinga í sóttkví, heldur en hin Norðurlöndin og það er bara ekki sanngjarnt finnst mér fyrir allt þetta góða fólk sem hefur unnið hér myrkranna á milli frá morgni til kvölds,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá hefði fjöldinn allur af aðilum verið kallaður inn vegna útbreiðslu veirunnar. „Þannig að ég vil bara að það komi skýrt fram að fólk er búið að inna hér af hendi alveg gríðarlega miklu vinnu í að hindra útbreiðslu þessarar veiru hér innanlands.“ Fram kom á upplýsingafundinum að nú hafi 109 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví og tæplega 1000 sýni hafa verið tekin. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Hann sagði umræðu um að hér hafi ekkert verið gert ekki sanngjarna gagnvart öllum þeim sem hafi unnið að verkefninu myrkranna á milli, en í þessu samhengi má benda á að rúmlega 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða. „Það hefur borið á því í fréttum kannski að mönnum finnst eins og ekkert sé verið að gera hér og það sé miklu meira verið að gera, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Ég vil neita því mjög staðfastlega. Það er búið að gera hér gríðarlega mikið og við erum búin að gera meira í því að rekja smit, hafa uppi á einstaklingum, setja einstaklinga í sóttkví, heldur en hin Norðurlöndin og það er bara ekki sanngjarnt finnst mér fyrir allt þetta góða fólk sem hefur unnið hér myrkranna á milli frá morgni til kvölds,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá hefði fjöldinn allur af aðilum verið kallaður inn vegna útbreiðslu veirunnar. „Þannig að ég vil bara að það komi skýrt fram að fólk er búið að inna hér af hendi alveg gríðarlega miklu vinnu í að hindra útbreiðslu þessarar veiru hér innanlands.“ Fram kom á upplýsingafundinum að nú hafi 109 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví og tæplega 1000 sýni hafa verið tekin.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira