Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 18:33 Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur. Vísir/Friðrik Þór Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu. Einn smitaðist af kórónuveirunni síðasta sólarhringinn og eru því þrjú virk smit á landinu. Einungis sex hafa smitast af veirunni í maímánuði. Slakað hefur verið á takmörkunum og erum við nú að nálgast það sem kalla má eðlilegt líf. „Það er sól og blíða í miðbænum í dag. Eins og sést fyrir aftan mig eru flestir farnir aftur á stjá, byrjaðir að umgangast fólk og taka þátt í almennu félagslífi á ný eftir að faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst. Það eru þó einhverjir sem sitja enn heima af ótta við að stíga út í samfélagið á ný.“ Heilsukvíði tengdur kórónuveirunni felst í því að mikill ótti er um að smitast af veirunni eða smita aðra. „Og þá er kannski hegðun sem því fylgir mikil varkárni og kannski stundum aðeins um of hjá sumum,“ sagði Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Hulda segir þá óttaslegnustu hafa fundið fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar. Óttinn felist nú í því að snúa aftur út í samfélagið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum.vísir/getty Hún minnir á að við stjórnvölinn sé öflugt þríeyki sem heldur landsmönnum upplýstum og gefur okkur örugg fyrirmæli. Mikilvægt sé að fylgja þeim fyrirmælum. „En það er spurning hvort þetta er orðið vandi þegar fólk er farið að gera meira en það og farið að neita sér um hluti sem veita þeim almennt ánægju vegna þess að það er hrætt við að fá veiruna, vera smitberi eða við framhaldið, hvað gerist,“ sagði Hulda. Þá er hætta á að kvíði byggst upp hjá fólki sem veldur því að sífellt verður erfiðara að taka skrefið. Mikilvægt sé að láta kvíðann ekki stýra deginum. „Það er betra að hugsa það þannig að það gerist sem gerist og ég ætla að gera það sem gleður mig og fá að lifa mínu daglega lífi, næra mig, vera til núna en ekki vera til í framtíðinni,“ sagði Hulda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira