Fótbolti

Håland skoraði ekki í sigri Dortmund og Leverkusen upp í þriðja sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Raphael Guerreiro og Håland fagna í dag.
Raphael Guerreiro og Håland fagna í dag. vísir/getty

Dortmund er stigi á eftir Bayern Munchen eftir 2-0 sigur á Wolfsburg á útivelli en Bayern Munchen spilar við Eintracht Frankfurt síðar í dag.

Raphael Guerreiro kom Dortmund yfir á 32. mínútu og Achraf Hakimi tvöfaldaði forystuna tólf mínútum fyrir leikslok en það sem kom mest á óvart er að hinn norski Erling Braut Håland náði ekki skora. Lokatölur 2-0.

Bayer Leverkusen heldur áfram að blanda sér í toppbaráttuna en þeir unnu 3-1 sigur á Borussia Mönchengladbach á útivelli. Kai Hevertz gerði tvö af mörkum Leverkusen og kom þeim yfir í tvígang og Sven Bender gerði svo út um leikinn níu mínútum fyrir leikslok.

Leverkusen er komið upp í 3. sæti deildarinnar með 53 stig, fjórum stigum á eftir Dortmund og fimm á eftir toppliði Bayern, sem á þó leik til góða.

Það var enginn Samúel Kári Friðjónsson í leikmannahóp Paderborn sem gerði 1-1 jafntefli við Hoffenheim á heimavelli. Paderborn er á botni deildarinnar og er níu stigum frá öruggu sæti. Allar líkur á því að þeir leika í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð.

Werder Bremen vann lífs nauðsynlegan sigur gegn Freiburg í dag, 1-0. Werder Bremen er í næst neðsta sætinu, sex stigum frá öruggu sæti en Freiburg er í 7. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×