Fótbolti

Håland skoraði ekki í sigri Dortmund og Leverkusen upp í þriðja sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Raphael Guerreiro og Håland fagna í dag.
Raphael Guerreiro og Håland fagna í dag. vísir/getty

Dortmund er stigi á eftir Bayern Munchen eftir 2-0 sigur á Wolfsburg á útivelli en Bayern Munchen spilar við Eintracht Frankfurt síðar í dag.

Raphael Guerreiro kom Dortmund yfir á 32. mínútu og Achraf Hakimi tvöfaldaði forystuna tólf mínútum fyrir leikslok en það sem kom mest á óvart er að hinn norski Erling Braut Håland náði ekki skora. Lokatölur 2-0.

Bayer Leverkusen heldur áfram að blanda sér í toppbaráttuna en þeir unnu 3-1 sigur á Borussia Mönchengladbach á útivelli. Kai Hevertz gerði tvö af mörkum Leverkusen og kom þeim yfir í tvígang og Sven Bender gerði svo út um leikinn níu mínútum fyrir leikslok.

Leverkusen er komið upp í 3. sæti deildarinnar með 53 stig, fjórum stigum á eftir Dortmund og fimm á eftir toppliði Bayern, sem á þó leik til góða.

Það var enginn Samúel Kári Friðjónsson í leikmannahóp Paderborn sem gerði 1-1 jafntefli við Hoffenheim á heimavelli. Paderborn er á botni deildarinnar og er níu stigum frá öruggu sæti. Allar líkur á því að þeir leika í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð.

Werder Bremen vann lífs nauðsynlegan sigur gegn Freiburg í dag, 1-0. Werder Bremen er í næst neðsta sætinu, sex stigum frá öruggu sæti en Freiburg er í 7. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.