Erlent

Þingmanni vikið úr flokknum eftir handtöku

Andri Eysteinsson skrifar
Edwards hefur setið á þingi fyrir Plaid Cymru í 10 ár.
Edwards hefur setið á þingi fyrir Plaid Cymru í 10 ár. Getty/House of Commons

Breskur þingmaður úr röðum velska stjórnmálaflokksins Plaid Cymru hefur verið handtekinn vegna gruns um líkamsárás. Sky greinir frá málinu á vef sínum.

Þingmaðurinn, hinn 44 ára gamli Jonathan Edwards hefur setið á þingi fyrir Plaid Cymru í Austur-Carmarthen og Dinefwr kjördæmi frá árinu 2010. Hann hefur nú verið rekinn úr flokknum en mun sitja áfram sem óháður þingmaður þar til að rannsókn er lokið á málinu.

Í yfirlýsingu Plaid Cymru sagði að Edwards hafi verið handtekinn síðasta miðvikudag, honum hafi verið vikið úr flokknum en hann vinni vel með lögreglu að úrlausn málsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.