14 dagar í Rúmeníuleikinn: Fimmtán þeirra sem tóku þátt í síðustu leikjum við Rúmeníu hafa þjálfað í Pepsi Max deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 10:00 Rúnar Kristinsson gerði KR að Íslandsmeisturum síðasta haust en hann lék leikina á móti Rúmeniu í undankeppni HM haustið 1996 og haustið 1997. Vísir/Bára Umspilsleikurinn á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi verður fyrsti leikur þjóðanna í 22 ár og fimm mánuði eða síðan 10. september 1997. Mjög margir þjálfarar í íslenska boltanum í dag spiluðu annan eða báða þessa leiki við Rúmena. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Þrír þjálfarar í Pepsi Max deildinni í sumar spiluðu þennan leik með íslenska landsliðinu í Búkarest eða þeir Rúnar Kristinsson (KR), Brynjar Björn Gunnarsson (HK) og Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik). Óskar Hrafn var þarna að spila sinn fyrsta landsleik og kom inn fyrir Arnar Grétarsson á 81. mínútu. Arnar Grétarsson er einn af sex leikmönnum liðsins í Búkarest sem hafa líka þjálfað í efstu deild á Íslandi en hinir eru Ríkharður Daðason, Gunnlaugur Jónsson, Hermann Hreiðarsson, Sigurður Jónsson og Helgi Sigurðsson sem nú þjálfar 1. deildarlið ÍBV. Á bekknum var síðan einn í viðbót eða Bjarni Guðjónsson fyrrum þjálfari Fram og KR. Í fyrri leiknum á móti Rúmenum á Laugardalsvellinum voru líka með menn sem hafa þjálfað í efstu deild og þar af tveir núverandi eða þeir Heimir Guðjónsson (Val) og Arnar Gunnlaugsson (Víkingi). Ólafur Þórðarson og Bjarki Gunnlaugsson spiluðu líka þann leik og þá var Ágúst Gylfason (þjálfari Gróttu) á varamannabekknum í leiknum á Laugardalsvellinum. Samtals gera þetta fimmtán manns sem hafa þjálfað í efstu deild á Íslandi og spiluðu einnig annan eða báða þessa leiki við Rúmena fyrir rúmum 22 og 23 árum síðan. Lárus Orri Sigurðsson og Eyjólfur Sverrisson léku einnig fyrri leikinn á móti Rúmeníu en þeir hafa einnig þjálfað mikið þó þeir hafi ekki stýrt liði í efstu deild á Íslandi.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. Tengdar fréttir 15 dagar í Rúmeníuleikinn: Ísland og Rúmenía hafa farið á jafnmörg stórmót á síðustu átján árum Rúmenar voru ekki með á HM í Rússlandi 2018 eins og Ísland en landslið þjóðanna hafa farið á tvö stórmót hvor á síðustu átján árum. 11. mars 2020 10:00 16 dagar í Rúmeníuleikinn: Bæta landsleikjametið á Laugardalsvelli um 45 daga Fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu 26. mars næstkomandi hefur A-landslið karla aldrei leikið á Laugardalsvelli í mars- eða aprílmánuði. Metið er síðan í leik á móti áhugamannalandsliði Englendinga fyrir rétt tæpri hálfri öld síðan. 10. mars 2020 10:00 17 dagar í Rúmeníuleikinn: Sýna hvernig grasið lítur út undir hitadúknum Hitadúkurinn yfir Laugardalsvellinum býr til fínustu voraðstæður fyrir grasið á vellinum þrátt fyrir að úti sé nístandi kuldi. Þetta sýndu starfsmenn Laugardagsvallar með hitamæli í gær. 9. mars 2020 10:00 18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00 19 dagar í Rúmeníuleikinn: Yfir 1.300 milljónir króna í húfi Háar fjárhæðir eru í húfi fyrir íslenska knattspyrnu í EM-umspilinu sem karlalandsliðið er á leið í undir lok mánaðarins. 7. mars 2020 10:30 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Umspilsleikurinn á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi verður fyrsti leikur þjóðanna í 22 ár og fimm mánuði eða síðan 10. september 1997. Mjög margir þjálfarar í íslenska boltanum í dag spiluðu annan eða báða þessa leiki við Rúmena. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Þrír þjálfarar í Pepsi Max deildinni í sumar spiluðu þennan leik með íslenska landsliðinu í Búkarest eða þeir Rúnar Kristinsson (KR), Brynjar Björn Gunnarsson (HK) og Óskar Hrafn Þorvaldsson (Breiðablik). Óskar Hrafn var þarna að spila sinn fyrsta landsleik og kom inn fyrir Arnar Grétarsson á 81. mínútu. Arnar Grétarsson er einn af sex leikmönnum liðsins í Búkarest sem hafa líka þjálfað í efstu deild á Íslandi en hinir eru Ríkharður Daðason, Gunnlaugur Jónsson, Hermann Hreiðarsson, Sigurður Jónsson og Helgi Sigurðsson sem nú þjálfar 1. deildarlið ÍBV. Á bekknum var síðan einn í viðbót eða Bjarni Guðjónsson fyrrum þjálfari Fram og KR. Í fyrri leiknum á móti Rúmenum á Laugardalsvellinum voru líka með menn sem hafa þjálfað í efstu deild og þar af tveir núverandi eða þeir Heimir Guðjónsson (Val) og Arnar Gunnlaugsson (Víkingi). Ólafur Þórðarson og Bjarki Gunnlaugsson spiluðu líka þann leik og þá var Ágúst Gylfason (þjálfari Gróttu) á varamannabekknum í leiknum á Laugardalsvellinum. Samtals gera þetta fimmtán manns sem hafa þjálfað í efstu deild á Íslandi og spiluðu einnig annan eða báða þessa leiki við Rúmena fyrir rúmum 22 og 23 árum síðan. Lárus Orri Sigurðsson og Eyjólfur Sverrisson léku einnig fyrri leikinn á móti Rúmeníu en þeir hafa einnig þjálfað mikið þó þeir hafi ekki stýrt liði í efstu deild á Íslandi.Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
Tengdar fréttir 15 dagar í Rúmeníuleikinn: Ísland og Rúmenía hafa farið á jafnmörg stórmót á síðustu átján árum Rúmenar voru ekki með á HM í Rússlandi 2018 eins og Ísland en landslið þjóðanna hafa farið á tvö stórmót hvor á síðustu átján árum. 11. mars 2020 10:00 16 dagar í Rúmeníuleikinn: Bæta landsleikjametið á Laugardalsvelli um 45 daga Fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu 26. mars næstkomandi hefur A-landslið karla aldrei leikið á Laugardalsvelli í mars- eða aprílmánuði. Metið er síðan í leik á móti áhugamannalandsliði Englendinga fyrir rétt tæpri hálfri öld síðan. 10. mars 2020 10:00 17 dagar í Rúmeníuleikinn: Sýna hvernig grasið lítur út undir hitadúknum Hitadúkurinn yfir Laugardalsvellinum býr til fínustu voraðstæður fyrir grasið á vellinum þrátt fyrir að úti sé nístandi kuldi. Þetta sýndu starfsmenn Laugardagsvallar með hitamæli í gær. 9. mars 2020 10:00 18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00 19 dagar í Rúmeníuleikinn: Yfir 1.300 milljónir króna í húfi Háar fjárhæðir eru í húfi fyrir íslenska knattspyrnu í EM-umspilinu sem karlalandsliðið er á leið í undir lok mánaðarins. 7. mars 2020 10:30 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
15 dagar í Rúmeníuleikinn: Ísland og Rúmenía hafa farið á jafnmörg stórmót á síðustu átján árum Rúmenar voru ekki með á HM í Rússlandi 2018 eins og Ísland en landslið þjóðanna hafa farið á tvö stórmót hvor á síðustu átján árum. 11. mars 2020 10:00
16 dagar í Rúmeníuleikinn: Bæta landsleikjametið á Laugardalsvelli um 45 daga Fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu 26. mars næstkomandi hefur A-landslið karla aldrei leikið á Laugardalsvelli í mars- eða aprílmánuði. Metið er síðan í leik á móti áhugamannalandsliði Englendinga fyrir rétt tæpri hálfri öld síðan. 10. mars 2020 10:00
17 dagar í Rúmeníuleikinn: Sýna hvernig grasið lítur út undir hitadúknum Hitadúkurinn yfir Laugardalsvellinum býr til fínustu voraðstæður fyrir grasið á vellinum þrátt fyrir að úti sé nístandi kuldi. Þetta sýndu starfsmenn Laugardagsvallar með hitamæli í gær. 9. mars 2020 10:00
18 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr liðsfélagi Gumma Tóta skoraði síðasta mark Rúmena í A-landsleik Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni. 8. mars 2020 10:00
19 dagar í Rúmeníuleikinn: Yfir 1.300 milljónir króna í húfi Háar fjárhæðir eru í húfi fyrir íslenska knattspyrnu í EM-umspilinu sem karlalandsliðið er á leið í undir lok mánaðarins. 7. mars 2020 10:30