Fótbolti

Hertha rúllaði yfir nýliðana frá Berlín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Menn duglegir með grímurnar í Þýskalandi.
Menn duglegir með grímurnar í Þýskalandi. vísir/getty

Önnur umferð þýsku úrvalsdeildarinnar eftir kórónuveiruna hófst með Berlínarslag í kvöld. Yfirleitt er mikil stemning á þessum leikjum en nú var leikið bak við luktar dyr þar sem heimamenn í Herthu Berlín unnu 4-0 sigur á nýliðunum í Union Berlín.

Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gengu heimamenn í Herthu á lagið og rúmlgea það. Vedad Ibisevic, fyrrum samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Hoffenheim, skoraði fyrsta markið á 51. mínútu og mínútu síðar tvöfaldaði Mathues Cunha forystuna fyrir Herthu.

Matehus Cunha skoraði þriðja markið á 61. mínútu og þrettán mínútum fyrir leikslok var það varnarmaðurinn Dedryck Boyata sem skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 á Ólympíuleikvanginum.

Hertha er í 10. sæti deildarinnar með 34 stig en Union er tveimur sætum neðar með fjórum stigum minna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.