Fótbolti

Hertha rúllaði yfir nýliðana frá Berlín

Anton Ingi Leifsson skrifar
Menn duglegir með grímurnar í Þýskalandi.
Menn duglegir með grímurnar í Þýskalandi. vísir/getty

Önnur umferð þýsku úrvalsdeildarinnar eftir kórónuveiruna hófst með Berlínarslag í kvöld. Yfirleitt er mikil stemning á þessum leikjum en nú var leikið bak við luktar dyr þar sem heimamenn í Herthu Berlín unnu 4-0 sigur á nýliðunum í Union Berlín.

Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gengu heimamenn í Herthu á lagið og rúmlgea það. Vedad Ibisevic, fyrrum samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Hoffenheim, skoraði fyrsta markið á 51. mínútu og mínútu síðar tvöfaldaði Mathues Cunha forystuna fyrir Herthu.

Matehus Cunha skoraði þriðja markið á 61. mínútu og þrettán mínútum fyrir leikslok var það varnarmaðurinn Dedryck Boyata sem skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 á Ólympíuleikvanginum.

Hertha er í 10. sæti deildarinnar með 34 stig en Union er tveimur sætum neðar með fjórum stigum minna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.