Fótbolti

Fyrrum leik­maður PSG og franskur ung­linga­lands­liðs­maður látinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jordan Diakiese í leik með franska U20-árs landsliðinu.
Jordan Diakiese í leik með franska U20-árs landsliðinu. vísir/getty

Hinn 24 ára gamla Jordan Diakiese er látinn en þetta staðfestir fyrrum félag hans A.S. Furiani-Agliani í dag en hann lék á sínum yngri árum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain, betur þekkt sem PSG.

A.S. Furiani-Agliani staðfesti á Twitter-síðu sinni í morgun að Diakiese væri látinn. Hann lést í París en Furiana-Agliani leikur í fimmtu efstu deild franska fótboltans.

Diakiese ólst upp í París og lék með yngri liðum PSG frá þrettán ára eldri. Hann lék meðal annars leiki með U19-ára liði félagsins í UEFA Youth League tímabilið 2013/2014 en komst ekki í aðallið félagsins.

Hann fór því á smá flakk. Hann samdi við lið í Sviss og þaðan til Króatíu en gekk í raðir Furiana-Agliani á síðasta ári. Hann lék þrjá leiki fyrir U20-ára landslið Frakklands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.