Fótbolti

Fyrrum leik­maður PSG og franskur ung­linga­lands­liðs­maður látinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jordan Diakiese í leik með franska U20-árs landsliðinu.
Jordan Diakiese í leik með franska U20-árs landsliðinu. vísir/getty

Hinn 24 ára gamla Jordan Diakiese er látinn en þetta staðfestir fyrrum félag hans A.S. Furiani-Agliani í dag en hann lék á sínum yngri árum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain, betur þekkt sem PSG.

A.S. Furiani-Agliani staðfesti á Twitter-síðu sinni í morgun að Diakiese væri látinn. Hann lést í París en Furiana-Agliani leikur í fimmtu efstu deild franska fótboltans.

Diakiese ólst upp í París og lék með yngri liðum PSG frá þrettán ára eldri. Hann lék meðal annars leiki með U19-ára liði félagsins í UEFA Youth League tímabilið 2013/2014 en komst ekki í aðallið félagsins.

Hann fór því á smá flakk. Hann samdi við lið í Sviss og þaðan til Króatíu en gekk í raðir Furiana-Agliani á síðasta ári. Hann lék þrjá leiki fyrir U20-ára landslið Frakklands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.