Skora á Íslendinga og utanríkisráðherra að fordæma ungversk stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 14:28 Regnboginn, táknmynd fjölbreytileikans og hinsegin samfélagsins, prýðir Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira