Skora á Íslendinga og utanríkisráðherra að fordæma ungversk stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 14:28 Regnboginn, táknmynd fjölbreytileikans og hinsegin samfélagsins, prýðir Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira