Skora á Íslendinga og utanríkisráðherra að fordæma ungversk stjórnvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 14:28 Regnboginn, táknmynd fjölbreytileikans og hinsegin samfélagsins, prýðir Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland skora á utanríkisráðherra Íslands að fordæma ný lög um kynskráningu í Ungverjalandi. Samtökin hvetja jafnframt Íslendinga til að setja nafn sitt við ákall til forseta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins um að ungversk stjórnvöld verði fordæmd og reyni að tryggja „trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi.“ Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu á þriðjudag. Einstaklingar þurfa þannig að halda sig við líffræðilegt kyn líkt og það er skráð í fæðingarvottorði. Með lögunum eru kynleiðréttingar transfólks úr sögunni, sem er gríðarlegt áhyggjuefni að mati réttindahópa. Þeirra á meðal eru Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland sem segja lögin gera það að verkum að „trans og intersex fólk í Ungverjalandi mun þurfa að þola enn verri fordóma og jaðarsetningu en áður,“ eins og segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Þau fordæmi lagabreytinguna. „Jaðarsettir hópar fólks eru í hættu á tímum sem þessum þar sem ríkisstjórnir og háttsettir aðilar hrifsa til sín aukin völd í nafni COVID-19 og taka ákvarðanir án þess að vera í samráði við hagsmunafélög, ganga þvert á alþjóðasamþykktir og vinna á móti almennri mannréttindalöggjöf,“ segja samtökin. „Endurskilgreining kyns í ungverskum lögum er ein birtingarmynd hættulegs bakslags sem átt hefur sér stað í málefnum trans og intersex fólks á undanförnum árum í Evrópu.“ Það sé „grafalvarlegt“ að ríki taki kerfisbundið réttindi af þessum hópi fólks „fólks sem berst fyrir sjálfsákvörðunar- og tilverurétti sínum á hverjum degi, er oft skotspónn fordóma, áreitis og ofbeldis. Alþjóðasamfélagið verður að sýna að svona framferði verður ekki látið óátalið.“ Af þeim sökum skori samtökin þrjú á Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, að fordæma fyrrnefnda lagasetningu í Ungverjalandi. Auk þess vonast þau til að ráðherrann „hvetji ungversk stjórnvöld til þess að tryggja trans og intersex fólki þau mannréttindi að geta verið þau sjálf í nafni laganna.“ Íslendingar áður sent skilaboð Það sé í anda utanríkisstefnu Íslands á síðustu misserum. „Utanríkisráðuneyti Íslands hefur á liðnum árum sent skýr skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fremstu röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks, vilji leiða með fordæmi og nýta áhrifavald sitt á alþjóðavettvangi. Nú er tækifæri til að sýna að orðum fylgi efndir og sýna hinsegin fólki í Ungverjalandi samstöðu, en þau þurfa svo sannarlega á því að halda.“ Þar að auki hvetja Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland Íslendinga til að setja nafn sitt við undirskrfitarsöfnun á vegum ungversku samtakanna Transvanilla. Þar er kallað eftir því að að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fordæmi ungversk stjórnvöld og sjái til þess að öll möguleg tæki séu nýtt til þess að tryggja trans og intersex fólki í Ungverjalandi grundvallarréttindi. Undirskriftarlistann má nálgast hér
Ungverjaland Hinsegin Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira