Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 10:59 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. vísir/ktd Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs. Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs.
Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11
Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00
Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56