Viðskipti innlent

Vigdís talin best 116 umsækjenda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vigdís Jóhannsdóttir, nýr markaðsstjóri Stafræns Íslands.
Vigdís Jóhannsdóttir, nýr markaðsstjóri Stafræns Íslands. stjórnarráðið

Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. Um er að ræða svokallaða verkefnastofu sem ætlað er að aðstoða ráðuneyti, stofnanir og aðra opinbera aðila við taka upp stafrænar lausnir í auknum mæli.

Andri Heiðar Kristinsson var í upphafi árs kynntur til leiks sem stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þá kom fram að efling stafrænnar þjónustu væri eitt af forgangsmálum stjórnvalda og hefði ríkisstjórnin ákveðið að stafræn samskipti verði meginsamskiptaleið almennings við hið opinbera fyrir lok ársins 2020.

Vigdís fær nú það verkefni að leiða innri og ytri markaðs- og kynningarmál verkefnastofunnar með áherslu á vefinn Ísland.is.

Hún er viðskiptafræðingur að mennt, starfaði um árabil hjá 365 miðlum og var þar bæði verkefnastjóri á markaðsdeild og kynningarstjóri útvarps. Vigdís hóf störf hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA árið 2009 og gegndi þar stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra frá árinu 2017.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×