Erlent

Bein af tugum loð­fíla fundust á byggingar­svæði nýs flug­vallar

Atli Ísleifsson skrifar
Fornleifafræðingarnar segja að fjölbreytileiki dýra- og plöntulíf á svæðinu hafi verið mun meiri en áður var talið.
Fornleifafræðingarnar segja að fjölbreytileiki dýra- og plöntulíf á svæðinu hafi verið mun meiri en áður var talið. EPA

Hópur fornleifafræðinga hefur fundið líkamsleifar rúmlega sextíu loðfíla á svæði sem leggja á undir byggingu nýs flugvallar sem ætlað er að þjóna Mexíkóborg. Sömuleiðis hafa fundist bein af bæði mannfólki og öðrum dýrum.

Fornleifafræðingarnir áætla að beinin sem fundust á byggingasvæði Felipe Angeles alþjóðaflugvallarins séu um 15 þúsund ára gömul.

Loðfílaleifarnar fundust nálægt þeim stað þar sem til stendur að reisa flugstjórnarturn flugvallarins, sem staðsettur er um 50 kílómetrum norður af mexíkósku höfuðborginni. Fornleifafræðingar hafa starfað á svæðinu síðan í apríl á síðasta ári.

Talið er að bein allra loðfílanna séu af kólumbískri tegund loðfíla, en á svæðinu hafa einnig fundist leifar af vísundum, kameldýrum og hestum.

Fornleifafræðingarnar segja að fjölbreytileiki dýra- og plöntutegunda á svæðinu hafi verið mun meiri en áður var talið. Ekki er þó áætlað að fundirnir muni valda töfum á framkvæmdum við byggingu flugvallarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×