Fótbolti

Hrósaði Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atvikið fræga á HM sumarið 2014. Báðir sitja þeir þarna í grasinu eftir samskipti sín. Giorgio Chiellini er að drepast í öxlinni eftir bitið en Luis Suarez heldur um tennurnar sem höfðu áður farið á bólakaf í öxl Ítalans.
Atvikið fræga á HM sumarið 2014. Báðir sitja þeir þarna í grasinu eftir samskipti sín. Giorgio Chiellini er að drepast í öxlinni eftir bitið en Luis Suarez heldur um tennurnar sem höfðu áður farið á bólakaf í öxl Ítalans. EPA/EMILIO LAVANDEIRA JR

Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út ævisögu sína og það þarf ekki að koma á óvart að hann fjalli þar um samskipti sín og Úrúgvæmannsins Luis Suarez sem urðu að risafrétt á sínum tíma.

Luis Suarez komst þá upp með, tímabundið, að bíta Giorgio Chiellini í öxlina í miðjum leik Úrúgvæ og Ítalíu í riðlakeppni HM. Dómarar leiksins dæmdu ekkert en Luis Suarez fékk síðan langt bann hjá FIFA.

Það kemur ekki á óvart að Giorgio Chiellini segi frá glímu sinni við Luis Suarez en það er það sem hann segir sem hefur vakið mesta athygli. Chiellini hrósar nefnilega Luis Suarez fyrir að bíta sig á HM 2014.

„Illkvittni er hluti af fótboltanum og þú þarf að vera klókur til að hafa betur í baráttunni,“ sagði Giorgio Chiellini í ævisögu sinni „Lo Giorgio“ sem er að koma út.

„Ég dáist að kænskubrögðum hans. Ef hann myndi hætta að beita þeim þá væri hann bara venjulegur framherji,“ sagði Chiellini.

„Ég var að dekka (Edinson) Cavani stærsta hluta leiksins og það er annar leikmaður sem er manni erfiður og leikmaður sem gaf ekkert eftir,“ sagði Chiellini.

„Allt í einu fann ég það að ég hafði verið bitinn í öxlina. Það gerðist skyndilega en það er herbragð hans í návígunum að beita slíkum lúmskum brögðum og ef ég segi sjálfur þá er það mín herkænska líka,“ sagði Chiellini.

„Ég og hann erum mjög líkur og ég er hrifinn að fá að taksast á við framherja eins og hann,“ sagði Chiellini.

Luis Suarez spilaði ekki meira á heimsmeistaramótinu og var á endanum dæmdur í fjögurra mánaða bann. Liverpool ákvað í framhaldinu að selja hann til Barcelona en Luis Suarez hafði verið kosinn leikmaður ársins í ensku deildinni tímabilið á undan með 31 mark í 33 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×