Innlent

Allt að sextán stiga hiti í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búast má við miklum hlýindum í höfuðborginni í dag.
Búast má við miklum hlýindum í höfuðborginni í dag. Vísir/vilhelm

Búast má við fallegu veðri á Suður- og Vesturlandi í dag og á morgun. Létt háskýjabreiða mun líklega „trufla sólina“ í dag en síður á morgun, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður 4 til 16 stig yfir daginn, hlýjast á Suðurlandi.

Mun svalara verður á Norður- og Austurlandi en þó nokkuð bjart yfir á svæðinu í dag, „enda ekki við háum hitatölum að búast þegar vindur stendur af hafi svona snemma sumars,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

„Hins vegar gætum við séð tölur þar sem best lætur suðvestantil uppundir 17 gráður, en þá þarf allt að smella saman. Á sunnudag er svo lægð með allmyndarleg skil að nálgast landið og þá léttir til fyrir norðan og austan og hlýnar þar aftur en fer að rigna í örðum landshlutum.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðan- og norðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning eða slydda austast á landinu, annars skýjað með köflum, en bjartviðri SV-lands. Hiti frá 2 stigum NA-lands að 15 stig á S-landi.

Á sunnudag:

Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 10-15 m/s og rigning undir kvöld, en þurrt að kalla NA-lands. Hlýnandi veður fyrir norðan og austan.

Á mánudag:

Suðlæg átt með vætu víða á landinu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 6 til 11 stig.

Á þriðjudag:

Vestlæg átt og víða dálítil væta, einkum þó V-til. Hiti víða 3 til 12 stig, mildast SA-lands.

Á miðvikudag: Suðvestanátt með vætu á V-verðu landinu, en annars þurrt og milt veður. Hiti 6 til 11 stig.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir suðlæga átt með vætu, en þurrt og hlýtt fyrir norðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.