Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. maí 2020 19:19 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira