Varar við að ríkari aðildarríki ESB verði látin borga brúsann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 12:47 Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi. EPA/BODO SCHACKOW Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin koma fátækari aðildarríkjunum til bjargar hvenær sem þau eru í fjárhagsvanda. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters en hann er einnig talinn líklegur eftirmaður Angelu Merkel kanslara. Hann sagði að ESB dansaði línudans með fjárhagslega björgunarpakka sem verið er að ræða hjá sambandinu þessa dagana. Frakkland og Þýskaland lögðu til að 500 milljarða evra sjóður yrði stofnaður sem myndi veita styrki til svæða ESB sem yrðu verst úti vegna kórónuveirufaraldursins. Það samsvarar um 7.838 milljörðum íslenskra króna. Merz sagði að þegar hann, sem þingmaður í Evrópuþinginu og þýska þinginu, hefði samþykkt Efnahags- og myntbandalagið hafi hann lofað kjósendum því að það myndi ekki breytast í „Evrópska millifærslubandalagið.“ „Ég tel mig bundinn þessu loforði – einnig til að gefa andstæðingum Evrópusambandsins ekki höggfæri sem hægt er að misnota í næstu alríkiskosningum,“ sagði hann í viðtalinu sem birt var í morgun og vísaði í kosningar til kanslara sem haldnar verða á næsta ári í Þýskalandi og hann hyggst bjóða sig fram til. Frumvarpið um sjóðinn var kynnt af Angelu Merkel, Þýskalandskanslarar, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þýskir flokkar á hægri-vængnum hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Þá hafa mörg flokkssystkina Merkel lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins. Þýskaland Frakkland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13 Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin koma fátækari aðildarríkjunum til bjargar hvenær sem þau eru í fjárhagsvanda. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters en hann er einnig talinn líklegur eftirmaður Angelu Merkel kanslara. Hann sagði að ESB dansaði línudans með fjárhagslega björgunarpakka sem verið er að ræða hjá sambandinu þessa dagana. Frakkland og Þýskaland lögðu til að 500 milljarða evra sjóður yrði stofnaður sem myndi veita styrki til svæða ESB sem yrðu verst úti vegna kórónuveirufaraldursins. Það samsvarar um 7.838 milljörðum íslenskra króna. Merz sagði að þegar hann, sem þingmaður í Evrópuþinginu og þýska þinginu, hefði samþykkt Efnahags- og myntbandalagið hafi hann lofað kjósendum því að það myndi ekki breytast í „Evrópska millifærslubandalagið.“ „Ég tel mig bundinn þessu loforði – einnig til að gefa andstæðingum Evrópusambandsins ekki höggfæri sem hægt er að misnota í næstu alríkiskosningum,“ sagði hann í viðtalinu sem birt var í morgun og vísaði í kosningar til kanslara sem haldnar verða á næsta ári í Þýskalandi og hann hyggst bjóða sig fram til. Frumvarpið um sjóðinn var kynnt af Angelu Merkel, Þýskalandskanslarar, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þýskir flokkar á hægri-vængnum hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Þá hafa mörg flokkssystkina Merkel lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins.
Þýskaland Frakkland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13 Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13
Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38