Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 11:30 Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, og Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Blika, væru efstir á óskalista Arnars hér heima. vísir/vilhelm/daníel Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. Arnar var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar en í þættinum valdi hann meðal annars draumaliðið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi, og margt, margt fleira. Rikki spurði Arnar svo hvaða tvo leikmenn hann myndi velja úr Pepsi Max-deildinni ef hann fengi fulla skúffu af peningum. „Ég sem var nýbúinn að segja að mig vantaði ekki leikmenn,“ sagði Arnar og glotti við tönn. „En það vantar alltaf leikmenn sem eru með sigurhefð. Mín fyrsta hugsun væri Óskar Örn Hauksson. Ég myndi vilja taka Pálma Rafn með honum en þá væri ég fara gegn mínu konsepti sem eru svona ungir leikmenn líka. Einn Óskar inn í klefann og inn á völlinn.“ Síðara val Arnars er í Kópavogi en þar er einn nítján ára sem Arnar er hrifinn af. „Ég myndi þá taka Brynjólf Darra líka. Ég þekki pabba hans ágætlega og það er „nasty“ í honum, á jákvæðan hátt. Hann er góður leikmaður og efnilegur. Hann getur náð mjög langt ef hausinn á honum helst í lagi og ef hann helst heill, sem ég held að hann verði. Ég sé hann oft í Fífunni vera æfa einn. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hann í sumar,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Hvern myndi Arnar kaupa úr Pepsi Max-deildinin? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. Arnar var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar en í þættinum valdi hann meðal annars draumaliðið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi, og margt, margt fleira. Rikki spurði Arnar svo hvaða tvo leikmenn hann myndi velja úr Pepsi Max-deildinni ef hann fengi fulla skúffu af peningum. „Ég sem var nýbúinn að segja að mig vantaði ekki leikmenn,“ sagði Arnar og glotti við tönn. „En það vantar alltaf leikmenn sem eru með sigurhefð. Mín fyrsta hugsun væri Óskar Örn Hauksson. Ég myndi vilja taka Pálma Rafn með honum en þá væri ég fara gegn mínu konsepti sem eru svona ungir leikmenn líka. Einn Óskar inn í klefann og inn á völlinn.“ Síðara val Arnars er í Kópavogi en þar er einn nítján ára sem Arnar er hrifinn af. „Ég myndi þá taka Brynjólf Darra líka. Ég þekki pabba hans ágætlega og það er „nasty“ í honum, á jákvæðan hátt. Hann er góður leikmaður og efnilegur. Hann getur náð mjög langt ef hausinn á honum helst í lagi og ef hann helst heill, sem ég held að hann verði. Ég sé hann oft í Fífunni vera æfa einn. Ég bíð spenntur eftir því að sjá hann í sumar,“ sagði Arnar. Klippa: Sportið í kvöld - Hvern myndi Arnar kaupa úr Pepsi Max-deildinin? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira