Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Anton Ingi Leifsson skrifar 21. maí 2020 10:00 Jürgen Klopp er litríkur karakter. Getty/Mike Kireev Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur. Enski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur.
Enski boltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Sjá meira