Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Anton Ingi Leifsson skrifar 21. maí 2020 10:00 Jürgen Klopp er litríkur karakter. Getty/Mike Kireev Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Klopp var í viðtali við Sky Sports í gær eftir fyrstu æfingu Liverpool eftir að félögin á Englandi fengu loksins leyfi frá ríkisstjórninni og heilbrigðisyfirvöldum að æfa. Þeir þurfa þó að virða fjarlægðartakmörk og hóparnir telja ekki fleiri en tíu. Þrátt fyrir það var sá þýski glaður að komast út á völlinn en ítrekar það að leikmenn hafi fengið val hvort að þeir myndu mæta aftur. „Þetta er val leikmanna og það er klárt fyrir þeim. Ég sagði fyrir æfinguna: Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja. Venjulega þá skrifiði undir samning og mætið hérna þegar ég segi ykkur að mæta en ef ykkur líður ekki vel þá þurfi þið ekki að vera hérna,“ sagði Klopp fyrir æfingu liðsins í gær. „Það eru engar hömlur, refsingar eða neitt. Þetta er þeirra ákvörðun og við virðum þá skoðun. Strákarnir eru fínir. Við myndum aldrei setja neinn í hættu til þess að gera eitthvað sem við viljum gera. Já, við elskum fótbolta, já þetta er starfið okkar en þetta er ekki mikilvægara en lífið okkar eða líf annarra.“ "Yes, we love football, yes, it's our job, but it's not more important than our lives or the lives of other people." Jurgen Klopp vows never to endanger players as #LFC training resumes — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 20, 2020 Klopp segist hafa notið þess að mæta aftur á Melwood æfingasvæðið í dag og sjá drengina sína á nýjan leik. „Frábært. Ég naut þess. Veðrið er frábært og strákarnir eru í góðum gír. Við þurftum að mæta klæddir svo mér leið eins og lögreglumanni í gallanum mínum - loksins aftur í honum. Að koma á Melwood og sjá alla strákana aftur var gott. Áður en við byrjuðum gáfum við þeim upplýsingar um hvað má. Þetta var stuttur fundur og svo byrjuðum við að æfa.“ Sá þýski hefur fylgst vel með The Football Show á Sky Sports þar sem Gary Neville og Jamie Carragher en hann segir að Gary Neville hafi haft ansi mikið að gera undanfarna daga og vikur. „Ég horfi yfirleitt ekki á þetta en í útgöngubanninu hef ég haft of mikinn tíma og ég hef horft á mikið og lesið blöðin. Ég held að þetta sé ekki Gary Neville að kenna. Hann fær margar spurningar og verður að gefa mörg svör en ég hef tekið eftir því að þetta er meira en nokkru sinni fyrr!“ „Vonandi getum við farið að fylla blöðin á ný með einhverju öðru og hann getur fengið meira frí. Ég myndi óska þess hans vegna,“ sagði Klopp léttur.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira