Segir söluna á Coutinho vera aðalástæðuna fyrir mikilli velgengi Liverpool í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 09:30 Philippe Coutinho fagnar einu af mörkum sínum fyrir Liverpool. Hann var almennt talinn vera besti leikmaður liðsins þegar hann var seldur. Getty/Jan Kruger Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, telur að Liverpool hafi lagt grunninn að velgengni sinni síðustu mánuði með því að selja Philippe Coutinho fyrir 142 milljónir punda í janúar fyrir tveimur árum síðan. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 24 mánuðum síðan en nokkrum árum fyrr hafði félagið einnig selt stórstjörnuna sína til Barcelona þegar Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez fór sömu leið. Á þessum tíma var Liverpool vissulega með gott lið en hafði ekki tekist að komast á toppinn. Liðið rétt missti reyndar af Englandsmeistaratitlinum með Luis Suárez en tókst ekki að fylgja því tímabili eftir. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, hefur hins vegar tekist að koma Liverpool á toppinn á síðustu mánuðum þrátt fyrir að hafa misst sinn besta leikmann í janúar 2018. Peningarnir sem Liverpool fékk fyrir Brasilíumanninn hafa hjálpað þar til og Graeme Souness er á því að þeir séu aðalástæðan fyrir velgengi Liverpool í dag. "That’s when they made that jump."https://t.co/o9PrLc5MHb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 30, 2019 „Kannski finnst þeim hlutlausu að það hafi verið skemmtilegra að horfa á þá fyrir nokkrum árum en þeir tóku ekki alvöru stökkið sitt fyrr en þeir náðu í Van Dijk og Alisson,“ sagði Graeme Souness. Varnarleikur Liverpool var mikið vandamál fyrir kaupin á þessum tveimur köppum. Liðið skoraði nóg af mörkum til að vinna titla en þurfti oft þrjá eða fjögur mörk til að vinna sína leiki. Liverpool keypti Virgil van Dijk frá Southampton fyrir 70 milljónir punda í janúar 2018 og Alisson frá Roma fyrir 55,5 milljónir punda í júlí 2018. Samtals kostuðu þessir tveir því 125,5 milljónir punda. Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mané sáu síðan til þess í sameiningu að enginn saknað markanna hans Philippe Coutinho. Varnarleikurinn hefur verið miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson og nú sér Liverpool langþráðan Englandsmeistaratitil í hyllingum. Liðið er með tíu stiga forystu á Leicester City og ellefu stiga forystu á Manchester City en á líka tvo leiki inni á bæði þessi lið. Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Sjá meira
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, telur að Liverpool hafi lagt grunninn að velgengni sinni síðustu mánuði með því að selja Philippe Coutinho fyrir 142 milljónir punda í janúar fyrir tveimur árum síðan. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 24 mánuðum síðan en nokkrum árum fyrr hafði félagið einnig selt stórstjörnuna sína til Barcelona þegar Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez fór sömu leið. Á þessum tíma var Liverpool vissulega með gott lið en hafði ekki tekist að komast á toppinn. Liðið rétt missti reyndar af Englandsmeistaratitlinum með Luis Suárez en tókst ekki að fylgja því tímabili eftir. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, hefur hins vegar tekist að koma Liverpool á toppinn á síðustu mánuðum þrátt fyrir að hafa misst sinn besta leikmann í janúar 2018. Peningarnir sem Liverpool fékk fyrir Brasilíumanninn hafa hjálpað þar til og Graeme Souness er á því að þeir séu aðalástæðan fyrir velgengi Liverpool í dag. "That’s when they made that jump."https://t.co/o9PrLc5MHb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 30, 2019 „Kannski finnst þeim hlutlausu að það hafi verið skemmtilegra að horfa á þá fyrir nokkrum árum en þeir tóku ekki alvöru stökkið sitt fyrr en þeir náðu í Van Dijk og Alisson,“ sagði Graeme Souness. Varnarleikur Liverpool var mikið vandamál fyrir kaupin á þessum tveimur köppum. Liðið skoraði nóg af mörkum til að vinna titla en þurfti oft þrjá eða fjögur mörk til að vinna sína leiki. Liverpool keypti Virgil van Dijk frá Southampton fyrir 70 milljónir punda í janúar 2018 og Alisson frá Roma fyrir 55,5 milljónir punda í júlí 2018. Samtals kostuðu þessir tveir því 125,5 milljónir punda. Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mané sáu síðan til þess í sameiningu að enginn saknað markanna hans Philippe Coutinho. Varnarleikurinn hefur verið miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson og nú sér Liverpool langþráðan Englandsmeistaratitil í hyllingum. Liðið er með tíu stiga forystu á Leicester City og ellefu stiga forystu á Manchester City en á líka tvo leiki inni á bæði þessi lið.
Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Sjá meira