Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 10:15 Reyk frá gróðureldunum í Ástralíu lagði meira en tvö þúsund kílómetra yfir Tasmaníuhaf og yfir Nýja-Sjáland. Vísir/EPA Jöklar og snjór á Nýja-Sjálandi er orðinn brúnn á lit vegna ösku sem kemur frá gróðureldunum sem hafa geisað í Ástralíu svo vikum skiptir. Talið er að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla þar um allt að tæpan þriðjung. Reyk frá eldunum í Viktoríu og Nýja Suður-Wales lagði austur á gamlárskvöld og olli mistrið rauðri sólarupprás á Suðureyju Nýja-Sjálands að morgni nýársdags, að sögn The Guardian. Í dag voru svo jöklar og snjór í fjöllum orðinn brúnn á lit vegna ryksins. Andrew Mackintosh, forstöðumaður jarð-, loftslags- og umhverfissrannsókna við Monash-háskóla, segist ekki hafa séð annað eins magn ryks berast yfir Tasmaníuhaf á þeim tuttugu árum sem hann hefur rannsakað nýsjálenska jökla. Gróft áætlað telur hann að rykið gæti aukið bráðnun jöklanna á suðurhvelssumrinu sem nú stendur yfir um 20-30% þar sem dökkt rykið drekkur í sig sólarorku sem hvítt yfirborð þeirra hefði alla jafna endurvarpað. Nýsjálenskir jöklar hafa skroppið saman um tæpan þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Vísindamenn spá því að þeir hverfi algerlega fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarreldanna í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Búist er við stífum vindi og hita sem eykur enn hættuna á eldum. Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1.200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Hazy sunrises for the North Island today! The main band of smoke has moved north from yesterday, while another band of smoke lingers over the South Island. ^Tahlia pic.twitter.com/eafnnsu89q— MetService (@MetService) January 1, 2020 Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Jöklar og snjór á Nýja-Sjálandi er orðinn brúnn á lit vegna ösku sem kemur frá gróðureldunum sem hafa geisað í Ástralíu svo vikum skiptir. Talið er að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla þar um allt að tæpan þriðjung. Reyk frá eldunum í Viktoríu og Nýja Suður-Wales lagði austur á gamlárskvöld og olli mistrið rauðri sólarupprás á Suðureyju Nýja-Sjálands að morgni nýársdags, að sögn The Guardian. Í dag voru svo jöklar og snjór í fjöllum orðinn brúnn á lit vegna ryksins. Andrew Mackintosh, forstöðumaður jarð-, loftslags- og umhverfissrannsókna við Monash-háskóla, segist ekki hafa séð annað eins magn ryks berast yfir Tasmaníuhaf á þeim tuttugu árum sem hann hefur rannsakað nýsjálenska jökla. Gróft áætlað telur hann að rykið gæti aukið bráðnun jöklanna á suðurhvelssumrinu sem nú stendur yfir um 20-30% þar sem dökkt rykið drekkur í sig sólarorku sem hvítt yfirborð þeirra hefði alla jafna endurvarpað. Nýsjálenskir jöklar hafa skroppið saman um tæpan þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Vísindamenn spá því að þeir hverfi algerlega fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarreldanna í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Búist er við stífum vindi og hita sem eykur enn hættuna á eldum. Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1.200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Hazy sunrises for the North Island today! The main band of smoke has moved north from yesterday, while another band of smoke lingers over the South Island. ^Tahlia pic.twitter.com/eafnnsu89q— MetService (@MetService) January 1, 2020
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent