Wenger vill hætta með janúargluggann Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 20:00 Arsene Wenger. Mynd/NordicPhotos/Getty Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. Wenger ræddi við Mirror um breytingar sem gætu orðið á fótboltanum eftir að heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir róast. Hann segir að ein leiðin væri að hætta með janúarglugann þar sem peningarnir verða væntanlega minni og leikmennirnir gefist allt of fljótt upp. „Ég vil taka út janúargluggann. Stjórarnir geta ekki ráðið vel við hann. Í október þegar leikmaður er ekki að spila, reynir hann að finna eitthvað annað og bíður þangað til í janúar og fer. Hann er ekki tilbúinn í að leggja sig fram og gefst upp,“ sagði Wenger við Mirror. Arsene Wenger calls for the January transfer window to be SCRAPPED because out-of-favour players 'give up' https://t.co/V7H00zHMcp— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020 Í viðtalinu ræddi Wenger einnig um laun til umboðsmanna og hann segir að þau hafi rokið upp úr öllu valdi. „Þegar Marc Roger og Jean-Francois Larios tryggðu að Patrick Viera kæmi til Arsenal árið 1996 þegar hann var nálægt því að ganga í raðir Ajax, þá borgaði ég þeim glaður. En þegar ég borga umboðsmanni þegar leikmaður framlengir samning sinn - er ég ekki viss um að hann hafi gert mikið.“ „Það sem truflar mig er að umboðsmaðurinn getur grætt á báðum félögum; liðinu sem selur leikmanninn og kaupir hann,“ sagði Wenger og bætti við því að aftur yrði tekið upp svokallað leyfiskerfi hvað varðar umboðsmenn. Fótbolti FIFA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Haukar á toppinn Sport Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal til margra ára og nú starfsmaður FIFA, leggur til að félagaskiptaglugginn í janúar verði lagður niður. Hann segir að þeir leikmenn sem spili minna gefist upp löngu fyrir jól og bíði eftir að komast burt í janúar. Wenger ræddi við Mirror um breytingar sem gætu orðið á fótboltanum eftir að heimsfaraldurinn sem nú ríður yfir róast. Hann segir að ein leiðin væri að hætta með janúarglugann þar sem peningarnir verða væntanlega minni og leikmennirnir gefist allt of fljótt upp. „Ég vil taka út janúargluggann. Stjórarnir geta ekki ráðið vel við hann. Í október þegar leikmaður er ekki að spila, reynir hann að finna eitthvað annað og bíður þangað til í janúar og fer. Hann er ekki tilbúinn í að leggja sig fram og gefst upp,“ sagði Wenger við Mirror. Arsene Wenger calls for the January transfer window to be SCRAPPED because out-of-favour players 'give up' https://t.co/V7H00zHMcp— MailOnline Sport (@MailSport) May 20, 2020 Í viðtalinu ræddi Wenger einnig um laun til umboðsmanna og hann segir að þau hafi rokið upp úr öllu valdi. „Þegar Marc Roger og Jean-Francois Larios tryggðu að Patrick Viera kæmi til Arsenal árið 1996 þegar hann var nálægt því að ganga í raðir Ajax, þá borgaði ég þeim glaður. En þegar ég borga umboðsmanni þegar leikmaður framlengir samning sinn - er ég ekki viss um að hann hafi gert mikið.“ „Það sem truflar mig er að umboðsmaðurinn getur grætt á báðum félögum; liðinu sem selur leikmanninn og kaupir hann,“ sagði Wenger og bætti við því að aftur yrði tekið upp svokallað leyfiskerfi hvað varðar umboðsmenn.
Fótbolti FIFA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Haukar á toppinn Sport Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira