Lifði af í óbyggðum Alaska í 23 daga eftir að kofi hans brann Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 21:30 Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni. Bandaríkin Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni.
Bandaríkin Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira