Innlent

Um fjöru­tíu starf­smenn Land­spítalans í sótt­kví

Atli Ísleifsson skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm

Alls eru rúmlega fjörutíu starfsmenn Landspítalans í sóttkví og eru sex í einangrun. Nokkrir séu smitaðir.

Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á upplýsingafundi í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð klukkan 14.

Páll segir að þessi fjöldi starfsmanna í sóttkví hafi skiljanlega áhrif á starfsemi spítalans, en brugðist hafi verið við til að láta hlutina ganga. Þá sé von á nokkrum starfsmönnum úr sóttkví og til vinnu á næstu dögum.

Páll segir Landspítalann vera að veita mikla klíníska þjónustu til fólks sem hafi smitast af veirunni. Markmið sé að tryggja öryggi fólks en jafnframt halda því í burtu og heima ef það þarf ekki að koma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×