Innlent

Svona var tíundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alma Möller landlæknir situr meðal annars fyrir svörum.
Alma Möller landlæknir situr meðal annars fyrir svörum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. Bein útsending verður frá fundinum á Vísi og Stöð 3 auk þess sem fylgst verður með í vaktinni.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma D. Möller, landlæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi o.fl. Á fundinum verður einnig Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, en hann mun ræða aðgerðir spítalans.

Þá verður sérstaklega fjallað um börn og ungmenni á fundinum en Valtýr Stefán Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins, mætir til að ræða stöðu þessa hóps og svara spurningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×