Gunnhildur Yrsa tryggði Íslandi sigur á Úkraínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2020 16:00 Tíunda landsliðsmark Gunnhildar Yrsu tryggði Íslandi sigur á Úkraínu. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sigraði Úkraínu, 1-0, í lokaleik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Eins marks sigur gegn Úkraínu, @Gunnhildur_Yrsa með sitt tíunda landsliðsmark! A single goal win in our final Pinatar match, vs. Ukraine.#dottir pic.twitter.com/YE9NnVe22Q— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotum. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur. Byrjunarlið Íslands sem mætir Úkraínu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending:https://t.co/OAGTJ6zhvw#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/HroBNOWs4F— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Eina mark leiksins kom á 34. mínútu. Gunnhildur Yrsa tæklaði boltann þá í netið af stuttu færi og skoraði sitt tíunda landsliðsmark. Jón Þór gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Anna Rakel Pétursdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á í stað Gunnhildar Yrsu, Elínar Mettu Jensen og Ingibjargar Sigurðardóttur. Eftir klukkutíma komu Sandra María Jessen og Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Fanndísi og Öglu Maríu og þegar sex mínútur voru til leiksloka kom Hildur Antonsdóttir inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði sigri. Íslendingar hafa unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Úkraínumönnum. Næstu leikir Íslands eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM í næsta mánuði. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00 Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sigraði Úkraínu, 1-0, í lokaleik sínum á Pinatar-mótinu á Spáni í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins. Eins marks sigur gegn Úkraínu, @Gunnhildur_Yrsa með sitt tíunda landsliðsmark! A single goal win in our final Pinatar match, vs. Ukraine.#dottir pic.twitter.com/YE9NnVe22Q— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Ísland vann tvo leiki á mótinu og tapaði einum. Allir leikirnir enduðu 1-0. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu fyrir Skotum. Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir komu inn í byrjunarliðið í stað Rakelar Hönnudóttur, Natöshu Anasi og Sigríðar Láru Garðarsdóttur. Byrjunarlið Íslands sem mætir Úkraínu kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending:https://t.co/OAGTJ6zhvw#dottir #LeiðinTilEnglands pic.twitter.com/HroBNOWs4F— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 10, 2020 Eina mark leiksins kom á 34. mínútu. Gunnhildur Yrsa tæklaði boltann þá í netið af stuttu færi og skoraði sitt tíunda landsliðsmark. Jón Þór gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Anna Rakel Pétursdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Elísa Viðarsdóttir komu inn á í stað Gunnhildar Yrsu, Elínar Mettu Jensen og Ingibjargar Sigurðardóttur. Eftir klukkutíma komu Sandra María Jessen og Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Fanndísi og Öglu Maríu og þegar sex mínútur voru til leiksloka kom Hildur Antonsdóttir inn á fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Ísland fagnaði sigri. Íslendingar hafa unnið fjóra af sjö leikjum sínum gegn Úkraínumönnum. Næstu leikir Íslands eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM í næsta mánuði.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00 Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Sara Björk: Stundum svona karakterleysi sem er kannski ekki eitthvað sem einkennir okkur Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill sjá betri frammistöðu og sterkari karkater í sínum stelpum þegar íslenska liðið mætir Úkraínu í dag í lokaleiknum á æfingamótinu á Spáni. 10. mars 2020 12:00
Þrjár breytingar á byrjunarliðinu fyrir lokaleikinn á Pinatar Agla María Albertsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu á Pinatar-mótinu. 10. mars 2020 12:40