Fótbolti

Vandræði Sunderland ná nýjum lægðum: Gekk frekar í raðir utandeildarliðs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wouter Verstraaten í leik gegn U23-ára liði Liverpool í febrúar.
Wouter Verstraaten í leik gegn U23-ára liði Liverpool í febrúar. vísir/getty

Það hefur ekki gengið né rekið hjá enska félaginu Sunderland undanfarin tvö ár. Liðið féll niður um tvær deildir á tveimur árum og ein vinsælasta sjónvarpsþáttaröð Netflix á þessu ári er þáttaröð númer tvö um Sunderland en þáttaröðin ber nafnið Sunderland ’Til I Die.

Nú berst enn ein neikvæða fréttin af Sunderland. Liðið hafði fylgst með hollenska Wouter Verstraaten og hafði hann meðal annars æft með liðinu og heillað forráðamenn eftir að hafa spilað æfingaleik gegn Liverpool með U23-ára liði félagsins.

Wouter Verstraaten kom í gegnum unglingastarfið hjá PSV og hafði spilað fjórtán leiki fyrir félagið áður en kórónuveiran skall á. Sunderland-menn höfðu mikinn áhuga að semja við Hollendinginn en hann sagði nei takk og ákvað frekar að skrifa undir samning við utandeildarliðið South Shields.

Hann segir í samtali við Sunderland Echo að hann sé ánægður að hafa skrifað undir samning við South Shields og telur varnarmaðurinn að hann eigi meiri möguleika á því að bæta sig sem leikmaður þar heldur en hjá Sunderland. Enn eitt höggið fyrir félagið og stuðningsmenn þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.