Innlent

Fundi með flugfreyjum frestað áður en hann hófst

Samúel Karl Ólason skrifar
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Fundi samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem til stóð að hæfist klukkan fimm hefur verið frestað.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru viðræðurnar á afar viðkvæmu stigi. Ekki er búið að finna nýjan tíma fyrir fundarhöld en líklega verður það ekki fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Samninganefndirnar funduðu stíft í ellefu klukkustundir í gær en ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt.

Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar gera kröfu um langtímasamninga við fagstéttir fyrirtækisins. Samninganefnd Icelandair fer fram á aukið vinnuframlag af hálfu flugfreyja fyrir sömu laun.


Tengdar fréttir

Flugliðar og Icelandair funda aftur á morgun

Ríkissáttasemjari ákvað að boða til annars fundar klukkan fimm síðdegis á morgun sem þýðir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, að einhver gangur hefur verið í viðræðunum í dag sem stóð í um ellefu klukkustundir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×