Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og fundur hluthafa hefst Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2020 11:23 Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira
Viðræður samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélagsins eru á viðkvæmu stigi eftir langa fundatörn. Atkvæðagreiðsla um samninga flugmanna og flugvirkja stendur yfir. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudag. Samninganefndirnar höfðu fundað í ellefu tíma þegar ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi klukkan eitt í nótt. Flugfreyjur hafa verið kjarasamningslausar í eitt og hálft ár og hafa á fjórða tug funda verið haldnir hjá sáttasemjara. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan fimm í dag. Ríkissáttasemjari hefur sett samninganefndirnar í fjölmiðlabann. Icelandair hefur farið fram á að flugfreyjur skili meira vinnuframlagi fyrir sömu laun en fagfélagið hefur sagt það þýða tæplega fjörutíu prósenta kjaraskerðingu. Icelandair freistar þess að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboð. Fjárfestar eru þó sagðir gera kröfu um langtíma kjarasamninga við flugstéttir Icelandair. Flugvirkjar og flugmenn hafa skrifað undir samninga til fimm ára. Atkvæðagreiðsla stendur yfir á meðal félagsmanna Flugvirkjafélagsins sem lýkur á morgun. Formaður Flugvirkjafélagsins segir samninginn við flugvirkja á svipuðum nótum og þann sem flugmenn hafa skrifað undir, sem kveður á um kjaraskerðingu í formi auknu vinnuframlags. Flugmenn Icelandair hafa fengið kynningu á samningnum sem var undirritaður við Icelandair. Atkvæðagreiðsla um samninginn stendur yfir og lýkur klukkan fjögur á föstudag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair þar sem ákveðið verður hvort ráðist verði í umrætt hlutafjárútboð. „Þeir sem ég hef heyrt í beint hafa tekið vel í þetta. Menn eru mjög meðvitaðir um ástandið og ætla að fylkja sér saman um þetta,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir stærstu breytinguna hjá flugmönnum varða flugvaktir og hvíldartíma. „Okkar hagsmunir liggja fyrst og fremst í því að Icelandair komist vel í gegnum þetta og verði samkeppnishæfara en það var fyrir eftir þessa samninga. Í því felast okkar hagsmunir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Sjá meira