Innlent

„Á meðan við erum hér og á meðan við erum að vinna þá er von“

Andri Eysteinsson skrifar

Samningaviðræður milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair standa enn yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara en ríkissáttasemjari segir viðfangsefnið bæði erfitt og flókið.

„Við sátum við í vinnuhópum alla helgina, reyndar sitjum við undanfarnar vikur og veltum við öllum steinum og reynt er að nálgast þetta erfiða og flókna viðfangsefni út frá mismunandi sjónarhornum, sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Aðalsteinn sagði báða aðila vinna hörðum höndum að úrlausn og að á meðan vinnu stendur sé alltaf von um að lausn geti fundist. „Við sitjum við og leggjum okkur öll fram, ég get lofað því. Ég var að panta mat rétt í þessu og passa upp á að allir séu vel nærðir, við verðum hérna eins lengi og við höfum starfsorku. Ég held fólki við efnið,“ sagði Aðalsteinn.

Formlegur fundur deiluaðila hófst í Karphúsinu klukkan 14 í dag en óformlegum fundi hafði lokið laust fyrir klukkan eitt í gærnótt. Lauk fundi án niðurstöðu en samkvæmt heimildum fréttastofu hafði einhver gangur verið kominn í viðræðurnar áður en þeim lauk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×