Skólahaldi aflýst í Madríd Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:02 Veggspjald um veiruna á La tienda del Espia verslun í Madríd. Verslunin markaðssetur kórónaveiruvín, handa þeim sem ekki eru smituð af veirunni. Hverri flösku fylgir andlitsgríma. Getty/SOPA Images Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Skólastarfi á öllum stigum hefur verið aflýst í spænsku höfuðborginni Madríd næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta mun hafa áhrif á ríflega 1,2 milljónir nemenda sem munu þurfa að húka heima næsta hálfa mánuðinn. Með þessu feta spænsk stjórnvöld í fótspor þeirra ítölsku sem tilkynntu um enn harðari aðgerðir baráttunni við veiruna í gærkvöldi. Á Ítalíu ríkir nú algjört útgöngubann, fjöldasamkomur bannaðar og samkomuhúsum lokað. Spánverjar hafa fengið sinn skerf af smitum. Þau eru nú um 1300 talsins í landinu, þar af um helmingur í Madríd og næsta nágrenni. Veiran hefur dregið 28 manns til dauða á Spáni það sem af er. Héraðsstjóri Madrídar sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að það hafi ekki verið auðvelt að grípa til hertra aðgerða. Allt verði þó að gera til að standa vörð um lýðheilsu. Hann greindi frá því að lokunin nái til allra skólastiga, allt frá leikskólum til háskóla, auk þess sem frístundamiðstöðvum verður skellt í lás. Þar að auki hafa eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma verið hvatt til að halda sig heima. Það hefur þó ekki aðeins verið gripið til aðgerða í Madríd. Í basknesku höfuðborginni Vitoríu er einnig búið að aflýsa öllu skólahaldi. Um 63 þúsund nemendur hafa því verið sendir heim næstu tvær vikurnar. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórn hans undirbúi nú aðgerðaáætlun til að minnka áhrif veirunnar á efnahag landsins. Fjármálaráðherra hans segir að þannig sé til skoðunar að grípa til tímabundinna úrræða til að bjarga þeim geirum sem hafa orðið verst úti, eins og ferðamennskunni. Hann geri þó ráð fyrir því að áhrif veirunnar verði bæði skammvinn og afmörkuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira