Var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 17:17 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Einn þeirra tíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi eftir svokallað innanlandssmit var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist. Hann fór hins vegar inn á heimili þar sem hinir smituðu höfðu verið skömmu áður og er snertismit því langlíklegasta skýringin á því að viðkomandi smitaðist, það er að hann hafi snert fleti eða yfirborð á heimilinu sem voru sýktir af veirunni eftir að hinir smituðu komu þar inn. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir okkur bara hversu bráðsmitandi þessi veira er,“ segir Víðir. Smitleiðir kórónuveirunnar eru tvær, annars vegar snertismit og hins vegar dropasmit en snertismitið er algengari smitleiðin. Þess vegna leggja yfirvöld svo mikla áherslu á að almenningur þvoi sér nú extra vel um hendur og noti handspritt. „Þetta er langalgengasta smitleiðin, það er að þú snertir eitthvað sem veiran er á og berð það síðan upp í andlitið á þér í nefið eða munninn,“ segir Víðir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í það á upplýsingafundi í dag í samhengi við snertismitið hversu lengi veiran getur lifað á yfirborðsflötum. Hann sagði það vitað að veiran lifi í ákveðinn tíma á yfirborði hluta eins og allar veirur og bakteríur. Hversu lengi veirur lifa á yfirborðsflötum geti hins vegar verið breytilegt. „Það getur verið breytilegt eftir veirum og breytilegt eftir yfirborði hvort það er létt eða hrufótt eða hvort það er klæða eða tau eða eitthvað annað þvíumlíkt, breytilegt eftir hitastigi, eftir rakastigi. Þannig að þetta eru ansi víð mörk, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga sem veiran getur lifað. Þannig að það er algjörlega ljóst að einhver sem hefur farið óvarlega og mengað hluti, ef fólk kemur við þá hluti eftir nokkra klukkutíma og kannski sama daginn þá getur það borið smitið í sig,“ sagði Þórólfur. Eftirfarandi segir á vef landlæknis um það hvernig kórónuveiran smitast manna á milli: Hvað er vitað um smit manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Smitleið er snerti- og dropasmit, svipað og inflúensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Einn þeirra tíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi eftir svokallað innanlandssmit var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist. Hann fór hins vegar inn á heimili þar sem hinir smituðu höfðu verið skömmu áður og er snertismit því langlíklegasta skýringin á því að viðkomandi smitaðist, það er að hann hafi snert fleti eða yfirborð á heimilinu sem voru sýktir af veirunni eftir að hinir smituðu komu þar inn. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir okkur bara hversu bráðsmitandi þessi veira er,“ segir Víðir. Smitleiðir kórónuveirunnar eru tvær, annars vegar snertismit og hins vegar dropasmit en snertismitið er algengari smitleiðin. Þess vegna leggja yfirvöld svo mikla áherslu á að almenningur þvoi sér nú extra vel um hendur og noti handspritt. „Þetta er langalgengasta smitleiðin, það er að þú snertir eitthvað sem veiran er á og berð það síðan upp í andlitið á þér í nefið eða munninn,“ segir Víðir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í það á upplýsingafundi í dag í samhengi við snertismitið hversu lengi veiran getur lifað á yfirborðsflötum. Hann sagði það vitað að veiran lifi í ákveðinn tíma á yfirborði hluta eins og allar veirur og bakteríur. Hversu lengi veirur lifa á yfirborðsflötum geti hins vegar verið breytilegt. „Það getur verið breytilegt eftir veirum og breytilegt eftir yfirborði hvort það er létt eða hrufótt eða hvort það er klæða eða tau eða eitthvað annað þvíumlíkt, breytilegt eftir hitastigi, eftir rakastigi. Þannig að þetta eru ansi víð mörk, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga sem veiran getur lifað. Þannig að það er algjörlega ljóst að einhver sem hefur farið óvarlega og mengað hluti, ef fólk kemur við þá hluti eftir nokkra klukkutíma og kannski sama daginn þá getur það borið smitið í sig,“ sagði Þórólfur. Eftirfarandi segir á vef landlæknis um það hvernig kórónuveiran smitast manna á milli: Hvað er vitað um smit manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Smitleið er snerti- og dropasmit, svipað og inflúensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira