Skíðasvæði í Ölpunum skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 14:20 Fjölmörg skíðasvæði eru nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar af íslenskum yfirvöldum. Grafík/Hjalti Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu var greint á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst klukkan 14 í dag. Svæðin eru skilgreind sem hættusvæði frá og með 29. febrúar síðastliðnum en að því er fram kemur á vef landlæknis eru landsvæðin eftirfarandi: Ítalía Allt landið Austurríki Ischgl Vorarlberg Tirol Salzburg Kärnten Sviss Valais Bernese Oberland Ticino Graubünden Þýskaland Skíðasvæði í Suður-Bæjaralandi Frakkland Provence-Alpes-Côte d'Azur Auvergne-Rhône-Alpes Slóvenía Öll skíðasvæði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum að þessi ákvörðun byggi á aukaupplýsingum sem yfirvöld hafi verið að fá yfir helgina. Vísaði hann í fregnir frá Norðurlöndunum þar sem mjög stór hluti af þeim sýkingum sem eru að greinast þar eru að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum og þá ekki bara frá Norður-Ítalíu. Því væri almenningur nú hvattur til þess að fara ekki á skíðasvæði í Ölpunum að nauðsynjalausu og ef fólk hefur verið þar þá eigi það að fara í sóttkví frá heimkomudegi. Verið væri að miða við 29. febrúar og ákvörðunin gildir frá þeim degi. Tók Þórólfur dæmi um að ef einhver hefði komið heim fyrir tíu dögum frá nú skilgreindum áhættusvæðum en verið einkennalaus þá eigi viðkomandi að fara í sóttkví í fjóra daga. Fréttin hefur verið uppfærð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um það að skilgreina skíðasvæði í Ölpunum sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu var greint á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem hófst klukkan 14 í dag. Svæðin eru skilgreind sem hættusvæði frá og með 29. febrúar síðastliðnum en að því er fram kemur á vef landlæknis eru landsvæðin eftirfarandi: Ítalía Allt landið Austurríki Ischgl Vorarlberg Tirol Salzburg Kärnten Sviss Valais Bernese Oberland Ticino Graubünden Þýskaland Skíðasvæði í Suður-Bæjaralandi Frakkland Provence-Alpes-Côte d'Azur Auvergne-Rhône-Alpes Slóvenía Öll skíðasvæði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á fundinum að þessi ákvörðun byggi á aukaupplýsingum sem yfirvöld hafi verið að fá yfir helgina. Vísaði hann í fregnir frá Norðurlöndunum þar sem mjög stór hluti af þeim sýkingum sem eru að greinast þar eru að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum og þá ekki bara frá Norður-Ítalíu. Því væri almenningur nú hvattur til þess að fara ekki á skíðasvæði í Ölpunum að nauðsynjalausu og ef fólk hefur verið þar þá eigi það að fara í sóttkví frá heimkomudegi. Verið væri að miða við 29. febrúar og ákvörðunin gildir frá þeim degi. Tók Þórólfur dæmi um að ef einhver hefði komið heim fyrir tíu dögum frá nú skilgreindum áhættusvæðum en verið einkennalaus þá eigi viðkomandi að fara í sóttkví í fjóra daga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira