Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 20:52 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi sem fór fram síðdegis í dag. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir stjórnina „ætla aðeins að lúra á þessu“ og hún ætli ekki að taka ákvörðun í fljótfærni. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. Fimm útgerðir af sjö sem áttu aðild að málsókn gegn ríkinu vegna úthlutunar makrílaflaheimilda tilkynntu í gær að þær ætluðu að falla frá henni. Saman höfðu útgerðirnar sjö krafið ríkið um skaðabætur upp á rúma tíu milljarða króna. Vísuðu útgerðirnar til ástandsins í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins um ákvörðun sína um að falla frá málinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf., segir við Vísi að ekki hafi verið haldinn formlegur stjórnarfundur um málið enn sem komið er en hans persónulega skoðun sé að halda málinu gegn ríkinu áfram. Hann býst við að stjórnin ræði málið einhvern tímann á næstu dögunum. Gefa sér meiri tíma til að ræða málið Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundaði í dag en Sigurgeir segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort að hún vilji halda málsókninni til streitu. „Við ætlum aðeins að lúra á þessu bara, hvað við gerum, hvernig við förum í þetta,“ segir Sigurgeir við Vísi. Fyrirtækið ætli að gefa sér meiri tíma í að fara yfir málið. „Ég vona það að við náum því á morgun, og ef ekki á morgun þá bara strax eftir helgi,“ segir hann. Vinnslustöðin er hluthafi í Huginn en Sigurgeir segir að afstaða stjórnar Hugins hafi ekki áhrif á hvernig Vinnslustöðin nálgast málsóknina. „Auðvitað erum við hluthafar í Huginn en Vinnslustöðin ræður ekki Huginn. Huginn tekur bara sína sjálfstæðu ákvörðun óháð okkar en það er ekkert því að leyna að þræðirnir eru sterkir á milli,“ segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi sem fór fram síðdegis í dag. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir stjórnina „ætla aðeins að lúra á þessu“ og hún ætli ekki að taka ákvörðun í fljótfærni. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. Fimm útgerðir af sjö sem áttu aðild að málsókn gegn ríkinu vegna úthlutunar makrílaflaheimilda tilkynntu í gær að þær ætluðu að falla frá henni. Saman höfðu útgerðirnar sjö krafið ríkið um skaðabætur upp á rúma tíu milljarða króna. Vísuðu útgerðirnar til ástandsins í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins um ákvörðun sína um að falla frá málinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins ehf., segir við Vísi að ekki hafi verið haldinn formlegur stjórnarfundur um málið enn sem komið er en hans persónulega skoðun sé að halda málinu gegn ríkinu áfram. Hann býst við að stjórnin ræði málið einhvern tímann á næstu dögunum. Gefa sér meiri tíma til að ræða málið Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundaði í dag en Sigurgeir segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um hvort að hún vilji halda málsókninni til streitu. „Við ætlum aðeins að lúra á þessu bara, hvað við gerum, hvernig við förum í þetta,“ segir Sigurgeir við Vísi. Fyrirtækið ætli að gefa sér meiri tíma í að fara yfir málið. „Ég vona það að við náum því á morgun, og ef ekki á morgun þá bara strax eftir helgi,“ segir hann. Vinnslustöðin er hluthafi í Huginn en Sigurgeir segir að afstaða stjórnar Hugins hafi ekki áhrif á hvernig Vinnslustöðin nálgast málsóknina. „Auðvitað erum við hluthafar í Huginn en Vinnslustöðin ræður ekki Huginn. Huginn tekur bara sína sjálfstæðu ákvörðun óháð okkar en það er ekkert því að leyna að þræðirnir eru sterkir á milli,“ segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Sjá meira
Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13