Solskjær: Versti hálfleikur tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 09:30 Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn á Old Trafford í gær. Getty/Tom Purslow Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina. Manchester United lenti 3-0 undir í fyrir hálfleik en auk þess klúðruðu leikmenn City hverju dauðafærinu á fætur öðru. Manchester City hefði auðveldega vera fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hafi misst hausinn eftir að Bernardo Silva kom Manchester City yfir á 17. mínútu. „Liðið hefur ekki spilað verr á þessu tímabili en það gerði frá fimmtándu mínútu til hálfleiks. Við réðum ekki við áfallið að fá á okkur þetta mark. Núna þurfum við að klífa fjall,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. Riyad Mahrez kom Manchester City í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið var sjálfsmark Andreas Pereira. Raheem Sterling óð í færum en var fyrirmunað að skora. Yfirburðirnir voru það miklir að margir voru farnir að hugsa til 6-1 tap United á móti City árið 2011. Leikmenn Manchester United sluppu hins vegar inn í hálfleikinn bara 3-0 undir og Marcus Rashford minnkaði síðan muninn í síðari hálfleik sem var mun betri hjá United liðinu. Ole Gunnar Solskjaer says Manchester United's first-half performance in the Manchester derby was the "worst" he's seen from his players this season.https://t.co/KlZ7Fs50Pb#bbcfootballpic.twitter.com/D2GlJ54hLs— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2020 Manchester City er vissulega í lykilstöðu eftir 3-1 sigur á útivelli en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola talaði varlega eftir leikinn. „Þetta eru ekki þrjú stig og þetta er ekki búið. Þeir eru með hættulegt lið. Á síðasta tímabili töpuðu þeir með sama mun á heimavelli á móti PSG en fóru síðan til Fraklands og komust áfram,“ sagði Pep Guardiola. Seinni leikurinn fer fram 29. janúar en áður mun Manchester United liðið spila við Wolves í endurteknum leik í enska bikarnum og mæta síðan Liverpool á Anfield. „Ég hef sagt það áður að við lögum þetta ekki á einum degi. Þetta er eitthvað sem við erum byrjaðir á og við eigum enn langt í land en þetta er líka eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Solskjær en þetta var þriðja tap Manchester United í síðustu sex leikjum. Manchester City show modern United the extent of their problems, and Phil Jones is not even top of the list, writes @TelegraphDuckerhttps://t.co/LZHT35kX37— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina. Manchester United lenti 3-0 undir í fyrir hálfleik en auk þess klúðruðu leikmenn City hverju dauðafærinu á fætur öðru. Manchester City hefði auðveldega vera fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hafi misst hausinn eftir að Bernardo Silva kom Manchester City yfir á 17. mínútu. „Liðið hefur ekki spilað verr á þessu tímabili en það gerði frá fimmtándu mínútu til hálfleiks. Við réðum ekki við áfallið að fá á okkur þetta mark. Núna þurfum við að klífa fjall,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. Riyad Mahrez kom Manchester City í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið var sjálfsmark Andreas Pereira. Raheem Sterling óð í færum en var fyrirmunað að skora. Yfirburðirnir voru það miklir að margir voru farnir að hugsa til 6-1 tap United á móti City árið 2011. Leikmenn Manchester United sluppu hins vegar inn í hálfleikinn bara 3-0 undir og Marcus Rashford minnkaði síðan muninn í síðari hálfleik sem var mun betri hjá United liðinu. Ole Gunnar Solskjaer says Manchester United's first-half performance in the Manchester derby was the "worst" he's seen from his players this season.https://t.co/KlZ7Fs50Pb#bbcfootballpic.twitter.com/D2GlJ54hLs— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2020 Manchester City er vissulega í lykilstöðu eftir 3-1 sigur á útivelli en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola talaði varlega eftir leikinn. „Þetta eru ekki þrjú stig og þetta er ekki búið. Þeir eru með hættulegt lið. Á síðasta tímabili töpuðu þeir með sama mun á heimavelli á móti PSG en fóru síðan til Fraklands og komust áfram,“ sagði Pep Guardiola. Seinni leikurinn fer fram 29. janúar en áður mun Manchester United liðið spila við Wolves í endurteknum leik í enska bikarnum og mæta síðan Liverpool á Anfield. „Ég hef sagt það áður að við lögum þetta ekki á einum degi. Þetta er eitthvað sem við erum byrjaðir á og við eigum enn langt í land en þetta er líka eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Solskjær en þetta var þriðja tap Manchester United í síðustu sex leikjum. Manchester City show modern United the extent of their problems, and Phil Jones is not even top of the list, writes @TelegraphDuckerhttps://t.co/LZHT35kX37— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020
Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira