Enski boltinn

Arsenal tekur á hláturgasnotkun Lacazette

Sindri Sverrisson skrifar
Alexandre Lacezette á æfingu Arsenal í mars, áður en hlé var gert á liðsæfingum vegna kórónuveirufaraldursins.
Alexandre Lacezette á æfingu Arsenal í mars, áður en hlé var gert á liðsæfingum vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/GETTY

Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir frétt Daily Star þar sem hann sést anda að sér hláturgasi úr blöðru.

Samkvæmt frétt Daily Star sendi Lacazette vinum sínum vídjó þar sem sjá mátti leikmanninn anda að sér gasinu. Miðillinn hefur birt vídjóið. Lacazette hefur áður fengið viðvörun frá Arsenal fyrir sams konar atvik, eftir að The Sun birti myndband af honum og þremur liðsfélögum við þessa iðju, þeim Matteo Guendouzi, Mesut Özil og Pierre-Emerick Aubameyang.

Samkvæmt því sem talsmaður Arsenal segir við BBC tekur félagið hegðun Lacazette alvarlega og verður tekið á málin innan félagsins.

Alexandre Lacazette með blöðruna í munninum á vef Daily Star sem birti vídjóið.SKJÁSKOT/DAILY STAR

Ekki er langt síðan að leikmönnum Arsenal voru lagðar línurnar eftir að Lacazette og þrír félagar hans brutu reglur um fjarlægðarmörk vegna kórónuveirufaraldursins. Frakkinn hafði sést of nærri manni sem sá um að leggja bílnum hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.