Segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 15:15 Samtök ferðaþjónustunnar eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. vísir/hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira