Fótbolti

Rembingskoss þvert á öll tilmæli

Sindri Sverrisson skrifar
Dedryck Boyata og Marko Grujic ansi nánir í sigri Herthu Berlínar á Hoffenheim í dag.
Dedryck Boyata og Marko Grujic ansi nánir í sigri Herthu Berlínar á Hoffenheim í dag. VÍSIR/GETTY

Það tókst ekki öllum í dag að fara eftir þeim mörgu tilmælum sem leikmönnum í þýska fótboltanum er uppálagt að fara eftir í leikjum, nú þegar þeir eru byrjaðir að spila aftur eftir kórónuveiruhléið.

Þýska deildin gaf út 41 blaðsíðu lista yfir leiðbeiningar sem leikmenn þurfa að fara eftir til að draga úr smithættu, til að mögulegt sé að klára leiktíðina. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn skuli frekar fagna mörkum með því að láta olnboga eða fætur snertast í stað þess að fallast í faðma.

Dedryck Boyata, leikmaður Herthu Berlín, fór á svig við reglurnar þegar hann fagnaði marki í 3-0 sigrinum á Hoffenheim í dag. Hann smellti rembingskossi á liðsfélaga sinn Marko Grujic í fagnaðarlátunum. Boyata mun þó ekki eiga yfir höfði sér refsingu. Þjálfari Herthu, Bruna Labbadia, sýndi viðbrögðum Boayta skilning.

„Það að fagna mörkum er hluti af fótboltanum. Við erum búnir að þurfa að fara svo oft í smitpróf að ég held að það sé hægt að horfa framhjá þessu. Það væri hneyksli ef ekki mætti lengur fagna mörkum,“ sagði Labbadia við Kicker.


Tengdar fréttir

Gladbach með í titilbaráttunni

Borussia Mönchengladbach er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern München eftir 3-1 sútisigur gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×