Bílbelti björguðu miklu á Gjábakkavegi: Nítján í rútunni sem valt – einn fluttur á slysadeild Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 02:57 Rútan valt á Gjábakkavegi, á miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Þyngdalsheiðar. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík. Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta með nítján manns innanborðs valt á Gjábakkavegi, um miðja vegu á milli þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum og Lyngdalsheiðar. Viðbragðsaðilar í Árnessýslu fengu tilkynningu um slysið skömmu eftir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og var mikið lið sent á vettvang. Tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu, á Selfossi og Laugarvatni, þrír sjúkrabílar frá Selfossi auk lögreglu. Þá var óskað eftir aðstoð frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem sendi þrjá sjúkrabíla á vettvang. Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu, á vettvangi slyssins í nótt, að aðstæður að hafi verið bærilegar. Smá vindur en mikil kuldi, eða um sjö stiga frost. Þæfingur var á veginum og mikil hálka. Haukur segir að í fyrstu hafi ekki verið vitað hvort einhverjir væru fastir í rútunni eða hversu mikið farþegarnir væru slasaðir en þegar lögregla kom á vettvang voru þeir allir að týnast út úr rútunni, sem lá á hliðinni. Haukur segir einnig að einn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík en aðrir farþegar, ökumaður og leiðsögumaður, voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu hvern og einn. Farþegarnir sem um borð voru eru erlendir ferðamenn. Farþegar rútunnar, ökumaður og leiðsögumaður komu út úr rútunni, einn af öðrum, þegar lögregla kom á vettvang.Vísir/Jóhann K. Ljóst að bílbelti björguðu miklu Haukur segir það alveg ljóst að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Allir sem voru um borð í rútunni voru í bílbeltum og það varnaði því að fólk slasaðist ekki meira. Farþegarnir sem voru um um borð voru sautján auk ökumanns og leiðsögumanns, samtals nítján manns. Þá segir Haukur að hefði rútan farið út af veginum örlítið fyrr eða seinna hefði einnig getað farið verr það sem hátt er niður af veginum. Það var mat sjúkraflutningamanna, sem skoðuðu fólkið á þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, að ekki væri þörf á að flytja fleiri á slysadeild nema þeir sjálfir óskuðu eftir því. Var því önnur rútu fengin á vettvang til þess að ferja fólkið til Reykjavíkur. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Farþegar, ökurmaður og leiðsögumaður voru fluttir á þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem sjúkraflutningamenn skoðuðu fólkið. Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.Vísir/Jóhann K. Annað hópslysið í uppsveitum Árnessýslu á nokkrum dögum Slysið á Gjábakkavegi er annað hópslysið sem viðbragðsaðilar í Árnessýslu takast á við á einungis nokkrum dögum. Daginn fyrir gamlársdag skullu smárúta og jeppi saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt, ofan við Geysi. Fimmtán voru í bílunum tveimur og voru nokkrir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík.
Bláskógabyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Þingvellir Tengdar fréttir Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Þrír sendir með þyrlu á bráðamóttöku og tíu á Selfoss Betur fór en á horfði þegar tveir bílar skullu saman á Biskupstungnabraut við Myrkholt á Suðurlandi. 30. desember 2019 17:45