Bræður fengu fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir umfangsmikið kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 13:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt. Dómsmál Fíkn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Georgian-Alian Sarban og Sorin Sarban, bræður frá Rúmeníu, hafa verið dæmdir í fjögurra og fimm ára fangelsi fyrir innflutning á fimm og hálfu kílói af kókaíni í september síðastliðnum. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að bræðurnir hafi verið farþegar í flugi Icelandiar frá Dusseldorf í Þýskalandi til Keflavíkur þann 11. september síðastliðinn. Við leit í farangri Sorins fundust rétt tæplega þrjú kíló af kókaíni og í farangri Georgian-Alian tæplega tvö og hálft kíló. Við mælingu á efnunum kom í ljós að styrkleiki þeirra var 85 og 86 prósent. Málið, sem er eitt fjölmargra kókaínsmygl mála sem komu upp á nýliðnu ári, var þingfest þann 20. desember. Þar játuðu bræðurnir brot sín sem var dómtekið án frekari sönnunarfærslu þegar verjendur og saksóknari höfðu tjáð sig stuttlega um lagaatriði málsins og ákvörðun viðurlaga. Bræðurnir hafa ekki áður gerst sekir um brot svo kunnugt sé. Dómari taldi fyrirliggjandi að bræðurnir hefðu ekki verið eigendur fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til Íslands gegn greiðslu. Af framburði Sorin hjá lögreglu mætti ráða að hann hefði fengið nítján ára bróður sinn Georgian-Alin til aðstoðar við innflutning og hann lítið vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Var litið til þess sem og ungs aldurs við ákvörðun refsingu. Þó væri ekki hjá því komist að líta til þess að bræðurnir hefðu framið brotið í félagi. Um væri að ræða verulegt magn af sterku kókaíni. Þótti fjögurra ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Georgian-Alian en eldri bróðir hans fékk fimm ára fangelsisdóm. Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 12. september, daginn eftir komu þeirra til landsins. 5,5 kílóin af kókaíni voru gerð upptæk og þrjár ferðatöskur sem bræðurnir notuðu sömuleiðis. Þeir þurfa að greiða sakarkostnað og kostnað verjenda, rúmlega þrjár milljónir króna samanlagt.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira