Sænsk úrvalsdeildarfélög ósátt með yfirvöld þar í landi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 10:30 Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason leikur með sænska stórliðinu Malmö. vísir/getty Nokkur sænsk úrvalsdeildarfélög hafa áskað yfirvöld þar í landi um að koma í veg fyrir að leikmenn þeirra geti unnið vinnuna sína. Sænska úrvalsdeildin hafði stefnt á að hefja leik þann 14. júní eftir að upphafi tímabilsins var frestað vegna kórónufaraldursins. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa hins vegar ekki enn gefið grænt ljós og því er óvíst hvenær deildin getur hafist. Boltinn er farinn að rúlla í Færeyjum og þá stefnum við Íslendingar á að hefja leik um miðjan júní. Sama má segja um Danmörku, Noreg og Finnland. Svíþjóð er því eina Norðurlandið þar sem enn ríkir óvissa um hvenær hægt er að hefja leik að nýju. Svíþjóð var með töluvert slakari takmarkanir en önnur Norðurlönd og eflaust er það ástæðan fyrir því að ekki er hægt að hefja leik strax. Talið er að allt að 600 þúsund manns hafi smitast í Stokkhólmi. Samkvæmt Reuters þá hafa nokkur af stærstu félögum sænsku úrvalsdeildarinnar kvartað yfir ósamræmi yfirvalda í aðgerðum sínum gegn faraldrinum. „Verslunarmiðstöðvar og veitingastaðir mega hafa opið svo lengi sem þau fylgja reglum yfirvalda. Á sama tíma má ekki spila ellefu gegn ellefu á tómum leikvöngum. Hver eru rökin fyrir því?“ segir í yfirlýsingu félaganna. Ekki kemur fram um hvaða félög er að ræða. Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út að ástæðan sé ekki endilega vegna hættunnar á smitum á meðan leik stendur heldur áhrifanna sem þetta gæti haft utan valla. Því ef fólk kemst ekki á völlinn myndi það flykkjast á sportbari eða aðra staði til þess að sjá leikina. Fótbolti Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Nokkur sænsk úrvalsdeildarfélög hafa áskað yfirvöld þar í landi um að koma í veg fyrir að leikmenn þeirra geti unnið vinnuna sína. Sænska úrvalsdeildin hafði stefnt á að hefja leik þann 14. júní eftir að upphafi tímabilsins var frestað vegna kórónufaraldursins. Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa hins vegar ekki enn gefið grænt ljós og því er óvíst hvenær deildin getur hafist. Boltinn er farinn að rúlla í Færeyjum og þá stefnum við Íslendingar á að hefja leik um miðjan júní. Sama má segja um Danmörku, Noreg og Finnland. Svíþjóð er því eina Norðurlandið þar sem enn ríkir óvissa um hvenær hægt er að hefja leik að nýju. Svíþjóð var með töluvert slakari takmarkanir en önnur Norðurlönd og eflaust er það ástæðan fyrir því að ekki er hægt að hefja leik strax. Talið er að allt að 600 þúsund manns hafi smitast í Stokkhólmi. Samkvæmt Reuters þá hafa nokkur af stærstu félögum sænsku úrvalsdeildarinnar kvartað yfir ósamræmi yfirvalda í aðgerðum sínum gegn faraldrinum. „Verslunarmiðstöðvar og veitingastaðir mega hafa opið svo lengi sem þau fylgja reglum yfirvalda. Á sama tíma má ekki spila ellefu gegn ellefu á tómum leikvöngum. Hver eru rökin fyrir því?“ segir í yfirlýsingu félaganna. Ekki kemur fram um hvaða félög er að ræða. Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út að ástæðan sé ekki endilega vegna hættunnar á smitum á meðan leik stendur heldur áhrifanna sem þetta gæti haft utan valla. Því ef fólk kemst ekki á völlinn myndi það flykkjast á sportbari eða aðra staði til þess að sjá leikina.
Fótbolti Sænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira