Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent