Innlent

Einsöngvarar sungu fyrir Vigdísi og sögur sagðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vigdís Finnbogadóttir kom út á pall og hlustaði á sönginn. Hún vissi ekki af komu listamannanna.
Vigdís Finnbogadóttir kom út á pall og hlustaði á sönginn. Hún vissi ekki af komu listamannanna. Vísir/Vilhelm

Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1980 til 1996, fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Vigdís eins og svo margir eldri borgarar er í sjálfskipuðu sóttkví á tímum kórónuveirunnar en það stoppar ekki landsmenn í að heiðra hana á þessum tímamótum.

Gissur Páll og Diddú voru á meðal söngvaranna.Vísir/Vilhelm

Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar, var við hús Vigdísar klukkan þrjú í dag þar sem óformleg dagskrá var Vigdísi til heiðurs. Sýnt var beint á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi. 

Upptöku frá viðburðinum má sjá að neðan.

Hópur íslenskra óperusöngvara söng falleg íslensk lög, þeirra á meðal Lofsöng, og naut Vigdís af pallinum. Höfðu einhverjir áhyggjur af því að Vigdísi yrði kalt. Hún sagðist hafa það fínt svo framarlega sem ekki yrðu sungin öll erindin í þjóðsöngnum og skellti fólk upp úr.

Þá sagðist hún ekki vera orðin of gömul til að tárast yfir fallegum söng.

Vigdís þakkaði fyrir hvert lag og hafði engar áhyggjur af því að henni yrði kalt á pallinum.Vísir/Vilhelm

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi um áhrifin sem Vigdís hefur haft í kvenréttindabaráttunni. Þá rifjaði Gunnar V. Andrésson ljósmyndari upp skemmtilegar sögur með myndum en hann fylgdi Vigdísi eftir um árabil í starfi sínu.

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari kastar afmæliskveðju á frú Vigdísi.Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×