Kom ekki annað til greina en að vera nítján ára í eitt ár í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:13 Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Aðsend Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Framtíð hátíðahalda í sumar er nú í uppnámi eftir að sóttvarnalæknir lagði það til við heilbrigðisráðherra að fjöldasamkomur verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla segir að ekki hafi komið annað til greina en að fresta hátíðinni. Ráðherra hefur ekki samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um áðurnefndar fjöldatakmarkanir í sumar, sem borist hafa ráðherra í minnisblaði sem birt var í gær, en fastlega er þó gert ráð fyrir að fari svo. Sjá einnig: Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Í ljósi þessa hyggjast aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum til að mynda freista þess að halda hátíðina í breyttri mynd. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV sem m.a. skipuleggur Þjóðhátíð, vildi ekki tjá sig um mögulegt fyrirkomulag utan það sem fram kom í tilkynningu um málið í gær þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mun Reykjavíkurborg, sem stendur m.a. að gríðarfjölmennum viðburðum á 17. júní og Menningarnótt, einnig leita allra leiða til að þurfa ekki að fresta hátíðunum. Aðrir hafa hins vegar gripið til þess ráðs að fresta hátíðahöldum um ár vegna kórónuveirufaraldursins, til að mynda skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og í morgun var tilkynnt að Fiskideginum mikla á Dalvík verði frestað. Legið lengi í loftinu Yfir þrjátíu þúsund manns hafa heimsótt hátíðina síðustu ár. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins segir að undirbúningur hafi verið kominn vel á veg en í gær hafi endanlega verið ákveðið að slá hátíðahöldunum á frest. Tuttugu ára afmælishátíð Fiskidagsins fer þannig fram dagana 6.-8. ágúst 2021. „Við hefðum orðið tuttugu ára í ár og við verðum bara nítján ára eitt ár í viðbót. Allt sem átti að vera tilbúið á þessum tímapunkti var tilbúið, eins og við erum vön að vinna þetta, þannig að við vorum bara að undirbúa tuttugu ára afmælið og höldum því svo áfram,“ segir Júlíus. „Það sem við höfum verið að ræða undanfarnar tvær, þrjár vikur er að það er mikil þéttni, við erum að afgreiða mat, [það koma] mikið af erlendum gestum og mikið af okkar bestu gestum er eldra fólk þannig að þetta var aldrei spurning.“ Þá hafi ákvörðunin vissulega legið lengi í loftinu en umræðan um minnisblað sóttvarnalæknis í gær hafi haft sitt að segja. „Við ætluðum að hittast á fundi strax eftir páska þannig að við erum búin að vera að átta okkur á þessu. En við erum öll saman í þessu og ætluðum að sýna ábyrgð, en það flýtti fyrir því í gær, já, umræðan,“ segir Júlíus. Var þetta erfið ákvörðun að taka? „Nei, við vorum alveg sammála. Þetta er auðvitað skrýtið, að vera að hugsa þetta svona, en hún var ekki erfið. Við vorum öll sammála.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Fiskidagurinn mikli Menningarnótt Secret Solstice Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46 Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03 Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Fiskidagurinn mikli ekki haldinn hátíðlegur í ár Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta tuttugu ára afmælishátíð hátíðarinnar um eitt ár. 15. apríl 2020 08:46
Bjarni áhyggjufullur en vongóður Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að á sama tíma og hann sé áhyggjufullur yfir stöðu efnahagsmála hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sé hann vongóður um að Íslendingar komist í gegnum skaflinn. 15. apríl 2020 10:03
Ráðlagt að samkomur fyrir fleiri en tvö þúsund verði ekki haldnar í sumar Fram kemur í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra að lagt sé til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. 14. apríl 2020 13:39