Erlent

Tveir látnir í Bret­landi af völdum kórónu­veirunnar

Eiður Þór Árnason skrifar
Veirusmitum hefur fjölgað mikið í Bretlandi að undanförnu.
Veirusmitum hefur fjölgað mikið í Bretlandi að undanförnu. Vísir/Ap

Karlmaður á níræðisaldri lést í Bretlandi á fimmtudag fljótlega eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Tveir hafa nú látið lífið í Bretlandi eftir að hafa greinst með veiruna en maðurinn er sagður hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma. 

Hann var lagður inn á MiltonKeynes sjúkrahúsið rétt fyrir utan Lundúnir en ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist. Heilbrigðisyfirvöld segja nú unnið að því að rekja ferðir hans áður en smitið var staðfest á fimmtudag. Minnst 164 hafa nú greinst með veiruna á Bretlandseyjum og hefur staðfestum smitum fjölgað hratt síðustu sólarhringa.

Bresk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því á fimmtudag að kona á áttræðisaldri hafi látist af völdum veirunnar. Konan átti við heilsufarsvandamál að stríða og hafði reglulega þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Þar að auki lést breskur karlmaður í Japan í síðasta mánuði vegna veirunnar en hann sýktist um borð í skemmtiferðaskipinu DiamondPrincess


Tengdar fréttir

Stöðva heim­sóknir til íbúa Hrafnistu­heimilanna

Í Hrafnistuheimilunum átta, sem staðsett eru í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hefur verið tekin sú ákvörðun að stöðva allar heimsóknir til íbúa frá og með morgundeginum, 7. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×