Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 15:07 Hjúkrunarfræðingur í hlífðarbúningi. vísir/vilhelm Sex ný kórónuveirusmittilfelli hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Þau eru því alls orðin 43 talsins. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Öll þau sem hafa smitast eru við góða heilsu. Því hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir þetta þó hafa engin áhrif á almenning. Þetta lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að herða eigið skipulag. Þessi tvö innanlandssmit greindust í tveimur einstaklingum, á sextugs- og sjötugsaldri, sem höfðu verið í tengslum við fólk sem nýkomið var frá margumræddum skíðasvæðum í Evrópu. Norður-Ítalía og Austurríki hafa verið flokkuð sem áhættusvæði og er til skoðunar að flokka Alpana alla sem svæði með mikla smithættu. Víðir segir að nú standi yfir smitrakning í tilfelli innlendu smitanna. Þau komu bæði upp á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé hægt að útiloka á þessu stigi máls að einstaklingarnir tveir hafi verið úti á meðal annars fólks áður en smit þeirra uppgötvaðist. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð
Sex ný kórónuveirusmittilfelli hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Þau eru því alls orðin 43 talsins. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Öll þau sem hafa smitast eru við góða heilsu. Því hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir þetta þó hafa engin áhrif á almenning. Þetta lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að herða eigið skipulag. Þessi tvö innanlandssmit greindust í tveimur einstaklingum, á sextugs- og sjötugsaldri, sem höfðu verið í tengslum við fólk sem nýkomið var frá margumræddum skíðasvæðum í Evrópu. Norður-Ítalía og Austurríki hafa verið flokkuð sem áhættusvæði og er til skoðunar að flokka Alpana alla sem svæði með mikla smithættu. Víðir segir að nú standi yfir smitrakning í tilfelli innlendu smitanna. Þau komu bæði upp á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé hægt að útiloka á þessu stigi máls að einstaklingarnir tveir hafi verið úti á meðal annars fólks áður en smit þeirra uppgötvaðist. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira